Vonast eftir nýjum kjarasamningi í dag

Kjaraviðræður | 27. nóvember 2024

Vonast eftir nýjum kjarasamningi í dag

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, vonast til að hægt verði að undirrita nýjan kjarasamning seinnipartinn í dag.

Vonast eftir nýjum kjarasamningi í dag

Kjaraviðræður | 27. nóvember 2024

Ljósmynd/Colourbox

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, vonast til að hægt verði að undirrita nýjan kjarasamning seinnipartinn í dag.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, vonast til að hægt verði að undirrita nýjan kjarasamning seinnipartinn í dag.

„Við bindum vonir við að ná að klára þetta í dag, það yrði þá einhvern tímann seinnipartinn,“ segir Steinunn, spurð út í stöðu mála.

Langar samningalotur

Fundarhöld hófust aftur í Karphúsinu klukkan 9 í morgun en viðræðurnar í gær stóðu yfir frá klukkan 9 um morguninn þangað til um tíuleytið um kvöldið.

Spurð hvort svona langar lotur taki ekki á segir hún að stemningin hafi verið orðin þannig í gærkvöldi að ekkert vitrænt var að fara að koma í viðbót. Þreyta hafi verið komin í mannskapinn, enda samningaviðræður staðið yfir fram á kvöld og um helgar að undanförnu.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Colourbox

„Erum mjög ólík innbyrðis“

Vinna hefur staðið yfir við að hnýta lausa enda í sambandi við vinnutíma lækna.

„Við erum mjög ólík innbyrðis og við erum líka að horfa á landsbyggðina og ýmsa þætti. Það eru ýmsar útfærslur sem þarf að huga að, svolítið háð því hvar fólk vinnur og það er það sem við erum búin að vera að skoða,“ segir Steinunn.

mbl.is