Það ætti ekki að koma á óvart, þar sem Mónakó er eitt smæsta ríki í heimi, að jólamarkaðurinn þar sé lítill í samanburði við þessa stóru í Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Sviss. Hins vegar er hægt að búast við öllu meiri glamúr en gengur og gerist.
Það ætti ekki að koma á óvart, þar sem Mónakó er eitt smæsta ríki í heimi, að jólamarkaðurinn þar sé lítill í samanburði við þessa stóru í Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Sviss. Hins vegar er hægt að búast við öllu meiri glamúr en gengur og gerist.
Það ætti ekki að koma á óvart, þar sem Mónakó er eitt smæsta ríki í heimi, að jólamarkaðurinn þar sé lítill í samanburði við þessa stóru í Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Sviss. Hins vegar er hægt að búast við öllu meiri glamúr en gengur og gerist.
Tímabil hátíðanna er alltaf sérstakur tími undir Mónakó-sólinni, frá Carré d'Or eða Gullna torginu niður að sjávarsíðunni, er heillandi jólaandinn allt um kring.
Í desember breytist Monte-Carlo í Mónakó í áfangastað ævintýra og borgin er færð í jólabúning. Furstadæmið er glæsilega skreytt og þar er heldur betur hægt að njóta sín í faðmi fjölskyldu eða vina.
Ljósin verða tendruð 30. nóvember á goðsagnakenndu kennileiti Mónakó, Place du Casino þar sem byggingarnar við torgið, Monte-Carlo-spilavítið og Hôtel de Paris Monte-Carlo, verða klæddar í hátíðarbúning. Tignarlega tréð í anddyri hótelsins er skreytt af skartgripafyrirtækinu Chopard.
Jólasveinninn mætir til Mónakó síðar í desember og hefur þar viðveru dagana 21., 22., 24. og 25. desember á Place du Casino. Hægt er að fá mynd af sér með sveinka undir fögrum tónum gospelkórs sem syngur á tröppum spilavítisins.
Í anddyri hótelsins Paris Monte-Carlo er boðið upp á hátíðlegt síðdegiste frá 14. desember til 7. janúar. Undir glerhvelfingu Hermitage Monte-Carlo hótelsins er hægt að velja úr sætabrauði og afþreyingu fyrir börnin.
Við Beaumarchais-torgið, á móti hótelinu, er hægt setjast niður og fá sér kampavínsglas.
Jólagjafaleiðangrinum er vel varið á Monte-Carlo Christmas Shopping Promenade, en þar má finna merkjavöru frá stóru tískuhúsunum, skartgripi og hönnun.
Í Port Hercule er jólaþorp sem ætti að hrífa jafnt unga sem aldna. Í líflegu umhverfi með útsýni yfir snekkjurnar sem liggja í höfn.
Á flestum veitingastöðum, eins og Monte-Carlo Société des Bains, er að finna hátíðarmatseðla sem samanstanda af bestu réttunum.
Einnig er mælt með ógleymanlegum jólahádegisverði á einhverjum af Michelin-stjörnu veitingastöðunum og hátíðarkvöldverði á veitingastaðnum Blue Bay Marcel Ravin, sem státar af tveimur Michelin-stjörnum.
Le Grill, sem einnig er Michelin-stjörnu staður, er spennandi kostur en hann er á áttundu hæð Paris Monte-Carlo hótelsins.
Þann 25. desember er hægt að gæða sér á hátíðardögurð á Calypso-svæðinu á Monte-Carlo Bay hótelinu með útsýni yfir sjóinn.