Aðalsteinn Jósson SU. uppsjávarskip Eskju á Eskifirði, mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember til að meta hve langt austur með landinu loðnan sé komin. Fer rannsóknin fram samkvæmt samningi Hafrannsóknastofnunar við útgerðir loðnuskipa, að því er fram kemur í umfjöllun Ríkisútvarpsins.
Aðalsteinn Jósson SU. uppsjávarskip Eskju á Eskifirði, mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember til að meta hve langt austur með landinu loðnan sé komin. Fer rannsóknin fram samkvæmt samningi Hafrannsóknastofnunar við útgerðir loðnuskipa, að því er fram kemur í umfjöllun Ríkisútvarpsins.
Aðalsteinn Jósson SU. uppsjávarskip Eskju á Eskifirði, mun halda í könnunarleiðangur í byrjun desember til að meta hve langt austur með landinu loðnan sé komin. Fer rannsóknin fram samkvæmt samningi Hafrannsóknastofnunar við útgerðir loðnuskipa, að því er fram kemur í umfjöllun Ríkisútvarpsins.
Tilkynnt var um það í október að bergmálsmælingar í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar gæfur ekki tilefni til að stofnunin myndi mæla með því að loðnuveiðar yrðu stundaðar á fiskveiðiárinu 2024/2025. Mældist heildarmagn loðnu 610 þúsund tonn.
Haft er eftir Guðmundi J. Óskarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, að það séu útgerðir með hlutdeild í loðnu sem greiða fyrir kostnaðinn af könnunarleiðangrinum. Kannað verður svæðið út af Norðausturlandi að Kolbeinseyjarhrygg.
Að sögn Guðmundar séu engar sérstakar vísbendingar sem farið er eftir í leiðangrinum en það hafa borist fregnir af loðnu frá togurum á þessum slóðum.
Loðnubrestur hefur veruleg áhrif á atvinnutekjur í þeim byggðarlögum þaðan sem loðnuveiðar eru stundaðar og þar með einnig á tekjur sveitarfélaga og fyrirtækja á nærsvæðum.
Talið er að loðnubrestur í vetur geti haft veruleg áhrif á hagvöxt landsins alls á næsta ári og gera ráð fyrir að loðnuvertíð á komandi vertíð geti aukið hagvöxt um 0,5 til eitt prósentustig.
Í janúar verður farið í hefðbundna vetrarmælingu á loðnunni og munu niðurstöður hennar ráða því hvort tilefni verði til að endurskoða ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að engar loðnuveiðar skulu eiga sér stað á komandi vetri.
Fjögur skip munu taka þátt í þeim mælingum. Tvö sem kostuð eru af Hafrannsóknastofnun og tvö sem eru kostuð af útgerðum.