Kostnaðarsöm aðlögun

Húsnæðismarkaðurinn | 28. nóvember 2024

Kostnaðarsöm aðlögun

Nokkrir af helstu húsbyggjendum landsins sem Morgunblaðið ræddi við gagnrýna að hverfi séu skipulögð út frá borgarlínu án þess að almenningssamgöngur fylgi með. Fyrir vikið sé hafin kostnaðarsöm aðlögun að nýju samgöngukerfi sem óvissa sé um hvenær verður að veruleika.

Kostnaðarsöm aðlögun

Húsnæðismarkaðurinn | 28. nóvember 2024

„Ég skil ekki þessa hugmyndafræði. Það mega ekki vera bílastæði …
„Ég skil ekki þessa hugmyndafræði. Það mega ekki vera bílastæði undir hverju og einu húsi íbúðareigendum til hagræðis en samtímis er gert ráð fyrir að síðar verði byggt gjaldskylt bílastæðahús miðsvæðis í Höfðahverfinu.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkr­ir af helstu hús­byggj­end­um lands­ins sem Morg­un­blaðið ræddi við gagn­rýna að hverfi séu skipu­lögð út frá borg­ar­línu án þess að al­menn­ings­sam­göng­ur fylgi með. Fyr­ir vikið sé haf­in kostnaðar­söm aðlög­un að nýju sam­göngu­kerfi sem óvissa sé um hvenær verður að veru­leika.

Nokkr­ir af helstu hús­byggj­end­um lands­ins sem Morg­un­blaðið ræddi við gagn­rýna að hverfi séu skipu­lögð út frá borg­ar­línu án þess að al­menn­ings­sam­göng­ur fylgi með. Fyr­ir vikið sé haf­in kostnaðar­söm aðlög­un að nýju sam­göngu­kerfi sem óvissa sé um hvenær verður að veru­leika.

Til­efnið er að sér­fræðing­ur í upp­bygg­ingu fé­lags­legra íbúða hafði sam­band við blaðið og lýsti yfir áhyggj­um af skipu­lagi nýrra borg­ar­línu­hverfa, þ.m.t. Keldna­hverf­is­ins, en þar og víðar væri gengið of langt í tak­mörk­un bíla­stæða. Sam­tím­is hef­ur vakið at­hygli að hægt geng­ur að selja nýj­ar íbúðir sem henta bíl­laus­um lífs­stíl.

Eyk­ur áhætt­una

Gylfi Ómar Héðins­son, ann­ar eig­andi BYGG, seg­ir dýrt að byggja á þétt­ing­ar­reit­um. Það ásamt minni áhuga fólks á íbúðum án bíla­stæða þýði meiri áhættu í upp­bygg­ingu íbúða

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, eig­andi ÞG Verks, seg­ir borg­ina tak­marka bíla­stæðaeign við ný hús í Höfðahverf­inu.

„Ég skil ekki þessa hug­mynda­fræði. Það mega ekki vera bíla­stæði und­ir hverju og einu húsi íbúðar­eig­end­um til hagræðis en sam­tím­is er gert ráð fyr­ir að síðar verði byggt gjald­skylt bíla­stæðahús miðsvæðis í Höfðahverf­inu.“

Ingvi Jónas­son fram­kvæmda­stjóri Klasa seg­ir þetta áskor­un. „Erfitt get­ur reynst að þröngva nýj­um gild­um inn í líf fólks með bíllétt­ari lífs­stíl, sér­stak­lega þegar bætt­ar sam­göng­ur eru ekki þegar komn­ar og tals­vert í að það raun­ger­ist,“ seg­ir Ingvi.

Það er aðeins fyrsti áfangi en enn lengri bið verður eft­ir borg­ar­línu í öðrum hverf­um á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem verið er að þétta byggð.

Um­fjöll­un­ina í heild sinni má nálg­ast í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is