Það er auðvelt að falla fyrir freistingum þegar jólagjafakaup eru annars vegar, sérstaklega þegar konur þrá að endurnýja sig og þurfa nýja orku inn í sinn dag til þess að gera betra mót. Ef þú ert stödd á þessum stað þá gæti þessi varningur lyft andlegri heilsu upp um nokkur þrep.
Það er auðvelt að falla fyrir freistingum þegar jólagjafakaup eru annars vegar, sérstaklega þegar konur þrá að endurnýja sig og þurfa nýja orku inn í sinn dag til þess að gera betra mót. Ef þú ert stödd á þessum stað þá gæti þessi varningur lyft andlegri heilsu upp um nokkur þrep.
Danska tískuhúsið Ganni hættir ekki
að hanna framúrskarandi flíkur úr hlébarðamunstri. Þessi kjóll er gott dæmi um flík sem getur hresst þig við svo um munar. Hann fæst í GK og
kostar 45.990 kr.
ChitoCare dagkremið gæti bætt
meiri ljóma í andlitið. Það fæst á
helstu stöðum og
kostar 17.590 kr.
Að eiga sérstakan ísskáp fyrir snyrtivörur
er nokkuð sem glansgellur þessa lands
þurfa. Þessi er frá Stylpro og
fæst í Elko. Það er nauðsynlegt að geyma
kælandi andlitsmaska í kæli og svo má alltaf lauma einum áfengislausum
Brio í ísskápinn. Hann kostar
9.995 kr.
Væri ekki að gott að vera aðeins
meira eins og Beyoncé? Það er kannski ekki á planinu hjá allri kvenþjóðinni að gefa út kántríplötu en það er vel hægt að kaupa sér gellu-Levis 501 eins og
söngkonan klæðist hér á myndinni en hún hóf nýlega samstarf við þennan
ameríska gallabuxnarisa.
Levis 501 fást í samnefndum
verslunum hérlendis og er
verðið aðeins misjafnt. Það
fer eftir þvottinum á þeim
Glansgellur vilja vera með glóandi
fallega húð. Þá kemur þetta rakaserum frá Novexpert eins og himnasending.
Fæst í apótekum og kostar 6.500 kr.
Ef það er eitthvað sem sárlega vantar í fataskápinn í desember þá eru það pallíettur. Þessi pallíettukjóll fæst í Ungfrúnni góðu og kostar 16.900 k
Chanel N°5 ilmvatnssett er eitthvað svo
ómótstæðilega elegant og smart. Fyrir utan að ilma vel þá eru umbúðir
fagrar. Þetta fæst í Hagkaup og kostar
31.999 kr.
Ofursvöl vetrartaska er nokkuð sem auðvelt er að falla fyrir. Hún passar við brúnt og vetrarlegt þema og svo má nota hana við skíðagallann ef þú vilt vera
flottust. Hún fæst á ntc.is og kostar 15.900 kr.
Ef það er eitthvað sem getur látið okkur líða betur þá er það líklega að vera í fallegum undirfötum. Hér er ansi klæðileg samfella sem nota má undir kjóla með flegnu hálsmáli þannig að glitti í ljósa
blúndu. Þessi er frá Cosabella og
fæst í Misty og kostar 22.820 kr.
Það er auðvelt að falla fyrir leðurstígvélum í snjókomu og vonskuveðri. Þessi eru frá Pavement og fást í GS skóm. Þau kosta 46.995 kr.
Glitrandi djammpils gæti hresst upp á félagslíf þitt í desember og breytt janúar í skemmtilegasta mánuð ársins ef þú ert dugleg að viðra pilsið. Það er frá InWear,
fæst í Companys í Kringlunni og
kostar 21.990 kr.
Ómótstæðilegur pallíettutoppur með rúllukraga fer með þig í andlegt ferðalag. Hann er frá Polo Ralph Lauren, fæst í
Mathildu og kostar 54.990 kr.
Þessi veglegi hanastélshringur er hannaður af Hildi Hafstein skartgripahönnuði. Hann kostar 20.900 og fæst í verslun hennar við
Klapparstíg.
Hvítar skyrtur með svartri slaufu eru ekkert eðlilega elegant. Þessi er frá Polo Ralph Lauren og fæst í Mathildu. Hún
kostar 44.990 kr.
Ef þig dreymir um mótaðri líkamslínur en nennir ekki að hætta að borða nammi
og fara í leikfimi þá gætu þessar aðhaldsbuxur verið eitthvað sem þú þyrftir að gefa sjálfri þér í jólagjöf. Þær eru
frá Liz, fást í Misty og kosta 6.850 kr.
Þessir Billi Bi-skór minna svolítið á hina
heimsfrægu Coco Chanel en það gerir hin glansandi tá. Það er mun líklegra að konur með örlitla glanstá lendi
í spennandi ævintýrum og hver þráir það
ekki í svartasta skammdeginu! Þessir glansskór passa við síðbuxur og fást í GS skóm. Parið kostar
41.995 kr.
Þessir fáránlega svölu háhæluðu skór koma alveg
í veg fyrir að þú sýnir sjálfa þig á röngunni. Það er
einfaldlega ekki hægt annað en að vera í essinu sínu í þessum skóm. Þeir fást á zara.com og kosta 15.995 kr.
Skæslegir eyrnalokkar eru alltaf góð hugmynd ef lyfta þarf andanum aðeins. Þessir fást á zara.com og kosta 3.795 k
Perlur eru áberandi í vetrartískunni. Hér
eru perlur notaðar í partílega
eyrnalokka sem fást á zara.com.
Lokkarnir kosta 3.795 kr.
Desember kallar á aðeins dekkri og dramatískari varir og þá kemur Chanel þér til bjargar. Hér er á ferðinni Rouge Allure L’Extrait-varaliturinn í lit 947. Hann fæst í Hagkaup.
Ef það er eitthvað sem getur hresst þig við
þá er það bleikur gellupels úr tíbesku lambsskinni. Fæst í Feldi og kostar 87.700 kr.