Í síðustu viku var kvikmyndin Hygge! frumsýnd fyrir fullum sal í Bíó Paradís. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson var á staðnum til að fagna með aðstandendum myndarinnar og var reffilegur með gleraugu með ögn lituðu gleri.
Í síðustu viku var kvikmyndin Hygge! frumsýnd fyrir fullum sal í Bíó Paradís. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson var á staðnum til að fagna með aðstandendum myndarinnar og var reffilegur með gleraugu með ögn lituðu gleri.
Í síðustu viku var kvikmyndin Hygge! frumsýnd fyrir fullum sal í Bíó Paradís. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson var á staðnum til að fagna með aðstandendum myndarinnar og var reffilegur með gleraugu með ögn lituðu gleri.
Eftir frumsýninguna var boðið upp á svokallaða kvöldstund þar sem leikstjóri myndarinnar, Dagur Kári Pétursson, sat fyrir svörum áhorfenda og sá Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur um að stýra umræðum.
Dagur Kári hefur áður leikstýrt þekktum kvikmyndum á borð við Nóa Albinóa (2003), The Good Heart (2009) og Fúsa (2015).
Hygge!, sem er í anda ítölsku kvikmyndarinnar Perfetti Sconosciuti, hefur slegið í gegn í dönskum kvikmyndahúsum og hafa vel yfir 180.000 manns séð myndina þar í landi.
Íslendingar hafa nú tækifæri til að bera myndina augum því hún er loksins komin í bíó og verður í sýningu í Bíó Paradís næstu vikurnar.