Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa skilning á ákalli um að Seðlabanki Íslands efni til aukafundar til að tilkynna um nýja vaxtaákvörðun. Næsti fundur peningastefnunefndar bankans er fyrirhugaður í febrúar á næsta ári.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa skilning á ákalli um að Seðlabanki Íslands efni til aukafundar til að tilkynna um nýja vaxtaákvörðun. Næsti fundur peningastefnunefndar bankans er fyrirhugaður í febrúar á næsta ári.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist hafa skilning á ákalli um að Seðlabanki Íslands efni til aukafundar til að tilkynna um nýja vaxtaákvörðun. Næsti fundur peningastefnunefndar bankans er fyrirhugaður í febrúar á næsta ári.
Ársverðbólga lækkaði niður í 4,8% í morgun og er þetta í fyrsta sinn í þrjú ár sem hún fer niður fyrir 5%.
„Ég hef alveg skilning á slíku. Það er nokkuð langt þangað til í febrúar,“ segir Sigurður Ingi, spurður út í mögulegan aukafund.
„Akkúrat eins og staðan er núna er hagkerfið kólnað. Við erum sjálfsagt að horfa á núll prósent hagvöxt þessa dagana en með gríðarlega hátt raunvaxtastig. Við sjáum það til dæmis að bankarnir voru að hækka verðtryggða útlánsvexti sína, þannig að já, ég held að það væru alveg rök fyrir því að skoða það hvort að…. En auðvitað er Seðlabankinn sjálfstæður í sínum ákvörðunum en ég held að lækkunin sé algjörlega það sem Seðlabankinn hefur vænst og við bjuggumst við hér í fjármálaráðuneytinu,“ segir ráðherrann og á þar við lækkun ársverðbólgunnar.
Sigurður Ingi nefnir að spá Seðlabankans geri ráð fyrir því að verðbólgan hjaðni áfram og verði komin í þrjú prósent næsta sumar.
„Ég sá að greiningardeildir bankanna voru búnir að vera með væntingar um að þetta [lækkun verðbólgu] yrði örlítið meira. Við sjáum að verðbólga án húsnæðis er komin í 2,7% og hefur lítið breyst í sjálfu sér,“ segir hann.
„Þannig að þetta er algjörlega í takt við það sem við höfum verið að sjá, að við séum að ná verðbólgunni niður og þá getur maður fengið væntingar um að stýrivextirnir lækki þá í takt við það.“
Spurður út í horfurnar næstu mánuði segir Sigurður Ingi að allt sé á rétti leið. Hagkerfið hafi kólnað hraðar í haust og verðbólgan farið hraðar niður.
„Þannig að hið vestfirska fjall, eins og verðbólguskotið varð, mjög hátt og bratt upp, ‘22 og ‘23, er að fara jafnhratt niður hinum megin, eins og vestfirskt fjall,“ greinir hann frá.
„Að sjá verðbólguna kannski komna niður í 3,5% í apríl, maí og 3% næsta sumar er algjörlega í takt við þær væntingar sem við höfum verið með, að við náum þessari mjúku lendingu, við náum að viðhalda þessu öfluga atvinnuástandi,“ heldur hann áfram og kveðst sjá fram á stöðugleika fram á við næstu árin. Slíkt sé grundvöllur fyrir miklum hagvexti og öflugum lífskjörum hér á landi.