„Styður við frekari stýrivaxtalækkun“

Vextir á Íslandi | 28. nóvember 2024

„Styður við frekari stýrivaxtalækkun“

„Mælingin var í takt við væntingar og það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi hjöðnun verðbólgu, sem við styður frekari stýrivaxtalækkun á næstu misserum.“

„Styður við frekari stýrivaxtalækkun“

Vextir á Íslandi | 28. nóvember 2024

Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og formaður efna­hags­sviðs.
Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og formaður efna­hags­sviðs. Ljósmynd/Aðsend

„Mælingin var í takt við væntingar og það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi hjöðnun verðbólgu, sem við styður frekari stýrivaxtalækkun á næstu misserum.“

„Mælingin var í takt við væntingar og það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi hjöðnun verðbólgu, sem við styður frekari stýrivaxtalækkun á næstu misserum.“

Þetta segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, spurð út í nýjustu verðbólgutölurnar. Ársverðbólgan er komin undir fimm prósent í fyrsta sinn í þrjú ár og mælist nú 4,8%.

Hraðari hjöðnun gæti þýtt aukafund

Forseti ASÍ kallaði í samtali við mbl.is eftir aukafundi hjá Seðlabankanum til að lækka stýrivextina enn frekar. Næsti fundur peningastefnunefndar bankans er áætlaður í febrúar á næsta ári.

„Það er ekkert útilokað að það verði aukafundur ef hjöðnun verðbólgunnar verður hraðari en bankinn er að spá. Það myndi þýða að raunvextir yrðu orðnir ansi háir fyrir næstu ákvörðun. Ef þeir hækka gæti alveg verið tilefni til að boða til aukafundar,“ svarar Anna Hrefna, spurð hvort þörf sé á slíkum fundi.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig horfirðu til næstu mánaða varðandi verðbólguna?

„Ef þessi þróun heldur áfram er einsýnt að vextir geti lækkað nokkuð myndarlega á næstu misserum,“ segir hún.

mbl.is