Verulega dregið úr landsigi við Svartsengi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. nóvember 2024

Verulega dregið úr landsigi við Svartsengi

Dregið hefur verulega úr landsigi umhverfis Svartsengi á áttunda degi eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni.

Verulega dregið úr landsigi við Svartsengi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. nóvember 2024

Eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst fyrir átta dögum.
Eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst fyrir átta dögum. Árni Sæberg

Dregið hefur verulega úr landsigi umhverfis Svartsengi á áttunda degi eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni.

Dregið hefur verulega úr landsigi umhverfis Svartsengi á áttunda degi eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að þar sem breytingar á milli daga séu smávægilegar þurfi að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið á nýjan leik.

Áfram gýs úr einum gíg og hefur virkni í gosinu verið stöðug síðastliðinn sólarhring. Hraun rennur nú nær eingöngu til austurs og suðausturs, að og meðfram Fagradalsfjalli. Gosórói hefur verið stöðugur samhliða virkninni í gígnum.

Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir norðaustan 10-15 m/s á Reykjanesi í dag og gasmengun berst því til suðvesturs í átt að Grindavík. Vind á að lægja í kvöld og þá gæti mengunar orðið vart víða á Reykjanesi. Á morgun á að bæta í vindinn úr norðaustri og þá berst gas aftur í átt að Grindavík. Sjá gasdreifingarspá hér.

mbl.is