Aðventan nálgast óðum en fyrsti í aðventu er á sunnudaginn, 1. desember næstkomandi og það er óhætt að segja að starfsfólk Omnom sé komið í blússandi jólafíling.
Aðventan nálgast óðum en fyrsti í aðventu er á sunnudaginn, 1. desember næstkomandi og það er óhætt að segja að starfsfólk Omnom sé komið í blússandi jólafíling.
Aðventan nálgast óðum en fyrsti í aðventu er á sunnudaginn, 1. desember næstkomandi og það er óhætt að segja að starfsfólk Omnom sé komið í blússandi jólafíling.
„Við erum að spá í jólunum allan ársins hring þannig við erum alltaf í jólaskapi,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og hlær en hann er mikið jólabarn.
„Árlegi jólaísinn okkar er kominn út, ísrétturinn er sannkallaður óður til drottningar jólanna, Sörunnar, enda fátt jólalegra en góð Sara yfir hátíðirnar,“ segir Kjartan. Í réttinum er einnig súkkulaði-mandarínusósa og karamelliseraðar heslihentur í mokkasúkkulaði. „Þessi ís hefur slegið í gegn og við höfum heyrt af fólki sem býður í eftirvæntingu eftir honum allan ársins hring.“
Uppskriftina að sörunum hans Kjartans má sjá hér.
Omnom hefur einnig hafið sölu á heitu súkkulaði í verslun sinni. „Við erum súkkulaðigerð, það væri skrýtið að bjóða ekki upp á heitt súkkulaði,“ segir Kjartan brosandi.
Heita súkkulaðið er búið til á staðnum úr dökku upprunasúkkulaði ásamt þeyttum rjómatopp og rifnu súkkulaði.
„Heita súkkulaðið er fullkomið í kuldanum. Við mælum að sjálfsögðu með að fólk geri sér ferð út á Granda, hér er mikið af afþreyingu og skemmtilegum búðum í kring og kíki svo í huggulegheit og heitt súkkulaði hjá Omnom,“ segir hann og heldur áfram: „Við erum með glæsilegt gjafaúrval og verðum með girnilegt súkkulaðitilboð um helgina í tilefni af svörtum föstudegi.“