Leiguverð spilar stærra hlutverk en áður

Vextir á Íslandi | 29. nóvember 2024

Leiguverð spilar stærra hlutverk en áður

Ástæðuna fyrir því að greiningardeild Landsbankans spáði lægri verðbólgu en raunin varð í gær má rekja til mun meiri hækkunar á reiknaðri húsaleigu en hún gerði ráð fyrir.

Leiguverð spilar stærra hlutverk en áður

Vextir á Íslandi | 29. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans.
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástæðuna fyrir því að greiningardeild Landsbankans spáði lægri verðbólgu en raunin varð í gær má rekja til mun meiri hækkunar á reiknaðri húsaleigu en hún gerði ráð fyrir.

Ástæðuna fyrir því að greiningardeild Landsbankans spáði lægri verðbólgu en raunin varð í gær má rekja til mun meiri hækkunar á reiknaðri húsaleigu en hún gerði ráð fyrir.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Greiningadeildin spáði því að verðbólgan myndi lækka niður í 4,5% en hún hjaðnaði aftur á móti í 4,8%.

„Segja má að leiguverð spili stærra hlutverk í neysluverðsútreikningum en áður eftir breytingar Hagstofunnar á útreikningi á húsnæðisliðnum, nánar tiltekið reiknaðri húsaleigu, í vísitölu neysluverðs,“ segir í Hagsjánni. 

Leiguverð hækkað umfram kaupverð

Fram kemur í Hagsjánni að leiguverðsvísitalan hækkaði þó nokkuð í október og reiknuð húsaleiga í vísitölu neysluverðs hækkaði umfram væntingar í nóvember.

Vísitala leiguverðs hækkaði um 1,8% á milli mánaða í október og hefur hækkað um 11,2% síðasta árið, á sama tíma og kaupverð íbúða hefur hækkað um 8,7%.

„Síðustu tvö ár hefur leiguverð hækkað umfram kaupverð en sé horft á lengra tímabil, eða síðasta áratuginn, hefur kaupverð hækkað þó nokkuð meira en leiguverð,“ segir þar.

Erfiðara að fá langtímaleiguhúsnæði

Svo virðist sem erfiðara sé verða sér úti um langtímaleiguhúsnæði en árið 2018, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.

„Um þessar mundir eru vextir háir og lánveitendur hafa dregið úr aðgengi að lánsfé. Verðþróun á eignamarkaði hefur því verið með rólegu móti allra síðustu mánuði, en nýjustu gögn benda til hækkunar á leigu,“ segir í Hagsjánni.

mbl.is