Síðustu ár hafa stjórnendur Reykjavíkurborgar gert allt til þess að reyna að láta íbúa landsins ferðast um fótgangandi eða í strætó. Herferðin gegn einkabílnum hefur haft þau áhrif að bílelskandi íbúar þessa lands forðast miðbæ Reykjavíkur því engin bílastæði er að fá.
Síðustu ár hafa stjórnendur Reykjavíkurborgar gert allt til þess að reyna að láta íbúa landsins ferðast um fótgangandi eða í strætó. Herferðin gegn einkabílnum hefur haft þau áhrif að bílelskandi íbúar þessa lands forðast miðbæ Reykjavíkur því engin bílastæði er að fá.
Síðustu ár hafa stjórnendur Reykjavíkurborgar gert allt til þess að reyna að láta íbúa landsins ferðast um fótgangandi eða í strætó. Herferðin gegn einkabílnum hefur haft þau áhrif að bílelskandi íbúar þessa lands forðast miðbæ Reykjavíkur því engin bílastæði er að fá.
Það að eiga bílastæði í miðbæ Reykjavíkur gæti farið að flokkast sem alvöru munaður enda ekki á færi allra að eiga bílastæði sem kostar tæplega tíu milljónir. Eða er heimurinn kannski að breytast? Gæti næsti tískustraumur verið að eiga bifreið og upphitað bílastæði með rafmagni í stað íbúðar? Hver þarf íbúð ef viðkomandi getur búið í bíl sem kúrir í upphituðum bílakjallara?
Nú getur þú keypt þér bílastæði í bílakjallara við Smiðjustíg í Reykjavík. Það er Gunnlaugur J. Guðlaugsson fasteignasali á Remax sem er með stæðin til sölu en alls eru þrjú stæði í boði í þessu húsi. Tvö eru jafnstór og eitt þeirra er stærra.
Um er að ræða sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu við Smiðjustíg 4, 101 Reykjavík.
Innkeyrsludyr inn í stæðið er við Canopy Hilton hótelið sem er við Smiðjustíg.