Spursmál: Reynsluboltar rýna í stöðuna

Spursmál | 29. nóvember 2024

Spursmál: Reynsluboltar rýna í stöðuna

Geir Haar­de fyrrverandi for­sæt­is­ráðherra rýndi í stöðuna í stjórn­mál­un­um í nýjasta þætti Spursmála nú þegar inn­an við sól­ar­hring­ur er í að kjörstaðir verði opnaðir. Hon­um til fullting­is var Björt Ólafs­dótt­ir fyrrverandim ráðherra, sem hef­ur ýmsa fjör­una sopið í póli­tík­inni, meðal ann­ars óvænt stjórn­arslit árið 2017.

Spursmál: Reynsluboltar rýna í stöðuna

Spursmál | 29. nóvember 2024

Geir Haar­de fyrrverandi for­sæt­is­ráðherra rýndi í stöðuna í stjórn­mál­un­um í nýjasta þætti Spursmála nú þegar inn­an við sól­ar­hring­ur er í að kjörstaðir verði opnaðir. Hon­um til fullting­is var Björt Ólafs­dótt­ir fyrrverandim ráðherra, sem hef­ur ýmsa fjör­una sopið í póli­tík­inni, meðal ann­ars óvænt stjórn­arslit árið 2017.

Geir Haar­de fyrrverandi for­sæt­is­ráðherra rýndi í stöðuna í stjórn­mál­un­um í nýjasta þætti Spursmála nú þegar inn­an við sól­ar­hring­ur er í að kjörstaðir verði opnaðir. Hon­um til fullting­is var Björt Ólafs­dótt­ir fyrrverandim ráðherra, sem hef­ur ýmsa fjör­una sopið í póli­tík­inni, meðal ann­ars óvænt stjórn­arslit árið 2017.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag. Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg. 

Örlaga­dag­arn­ir gerðir upp

Í þætt­in­um var Geir spurður út í nýja ævi­sögu sem hann hef­ur gefið út. Þar fjall­ar hann meðal ann­ars um ör­laga­dag­ana í októ­ber 2008 þar sem hann leiddi þjóðina í gegn­um einn mesta ólgu­sjó sem brotið hef­ur á sam­fé­lag­inu fyrr og síðar. Hvernig var Geir inn­an­brjósts þegar hann ávarpaði þjóðina og bað Guð að blessa Ísland?

Er komið gott?

Í síðari hluta þátt­ar­ins mættu stöll­urn­ar Ólöf Skafta­dótt­ir og Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir. Þær halda úti hlaðvarp­inu Komið gott, og þær eru þekkt­ar fyr­ir hisp­urs­lausa umræðu og vægðarleysi gagn­vart því fólki sem er til um­fjöll­un­ar hverju sinni. Hver veit nema þær snúi tafl­inu við á vett­vangi Spurs­mála.

Fylgstu með líflegri og upplýsandi samfélagsumræðu í Spursmálum hér á mbl.is.

Ólöf Skaftadóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Geir H. Haarde og Björt Ólafsdóttir …
Ólöf Skaftadóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Geir H. Haarde og Björt Ólafsdóttir eru gestir í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is