Brynhildur og franski sendiherrann kampakát

Hverjir voru hvar | 30. nóvember 2024

Brynhildur og franski sendiherrann kampakát

Líkt og fram hefur komið í fréttum hlaut leikkonan, leikstjórinn og leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres.  Það var sendiherra Frakklands, Guillaume Baz­ard, sem veitti Brynhildi orðuna.

Brynhildur og franski sendiherrann kampakát

Hverjir voru hvar | 30. nóvember 2024

Brynhildur Guðjónsdóttir með riddaraorðuna og sendiherra Frakklands, Guillaume Baz­ard.
Brynhildur Guðjónsdóttir með riddaraorðuna og sendiherra Frakklands, Guillaume Baz­ard. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son

Líkt og fram hefur komið í fréttum hlaut leikkonan, leikstjórinn og leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres.  Það var sendiherra Frakklands, Guillaume Baz­ard, sem veitti Brynhildi orðuna.

Líkt og fram hefur komið í fréttum hlaut leikkonan, leikstjórinn og leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres.  Það var sendiherra Frakklands, Guillaume Baz­ard, sem veitti Brynhildi orðuna.

Má segja að Brynhildur hafi helgað sig franskri tungu en hún lærði tungumálið í menntaskóla, Alliance Française, við Háskóla Íslands og í Paul Valery-háskólanum í Montpellier. Hún lék eftirminnilega frönsku söngkonuna Édith Piaf á fjölum Þjóðleikhússins þar sem hún tók lög eins og Non, je ne regrette rien og La foule, rétt eins og „litli spörfuglinn Piaf“.

Sendiráð Frakklands hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1946 og er þar með eitt af fyrstu sendiráðunum á eftir Bretlandi og Bandaríkjunum á Íslandi.

Sendiráðið hefur í gegnum tíðina stuðlað að samstarfi landanna á sviði viðskipta, vísinda, menningar og lista. Þá hefur sendiráðið einnig veitt fjöldamörgum Íslendingum námsstyrk til háskólanáms í Frakklandi og þess má geta að Vigdís Finnbogadóttir er ein af fyrstu styrkþegum franska sendiráðsins. 

Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum og voru þar mættir franski sendiherrann ásamt starfsmönnum sendiráðsins og fleiri góðum gestum.

Gestir í franska sendiherrabústaðnum hlusta af athygli á þakkarræðu Brynhildar …
Gestir í franska sendiherrabústaðnum hlusta af athygli á þakkarræðu Brynhildar sem fór fram bæði á frönsku og íslensku. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Margrét Pálsdóttir, móðir Brynhildar, og Kristín Jóhannesdóttir leikkona.
Margrét Pálsdóttir, móðir Brynhildar, og Kristín Jóhannesdóttir leikkona. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Leikkonurnar tvær: Brynhildur Guðjónsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir.
Leikkonurnar tvær: Brynhildur Guðjónsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Kjartan Ragnarsson, Magnús Þór Þorbergsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Þórunn …
Kjartan Ragnarsson, Magnús Þór Þorbergsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Brynhildur Guðjónsdóttir og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Brynhildur Guðjónsdóttir og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Brynhildur Guðjónsdóttir og Guillaume Baz­ard.
Brynhildur Guðjónsdóttir og Guillaume Baz­ard. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Sendiherrann festir riddaraorðuna á Brynhildi.
Sendiherrann festir riddaraorðuna á Brynhildi. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Brynhildur hélt þakkarræðuna á frönsku og íslensku fyrir gesti.
Brynhildur hélt þakkarræðuna á frönsku og íslensku fyrir gesti. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Alltaf má á sig blómum bæta.
Alltaf má á sig blómum bæta. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Brynhildur Guðjónsdóttir og Alexandre LeBruffe, framkvæmdastjóri Alliance Française á Íslandi.
Brynhildur Guðjónsdóttir og Alexandre LeBruffe, framkvæmdastjóri Alliance Française á Íslandi. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
Brynhildur ásamt dóttur sinni, Rafnhildi Rósu Atladóttur.
Brynhildur ásamt dóttur sinni, Rafnhildi Rósu Atladóttur. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét Björns­son
mbl.is