Líkt og fram hefur komið í fréttum hlaut leikkonan, leikstjórinn og leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres. Það var sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, sem veitti Brynhildi orðuna.
Líkt og fram hefur komið í fréttum hlaut leikkonan, leikstjórinn og leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres. Það var sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, sem veitti Brynhildi orðuna.
Líkt og fram hefur komið í fréttum hlaut leikkonan, leikstjórinn og leikhússtjórinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres. Það var sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, sem veitti Brynhildi orðuna.
Má segja að Brynhildur hafi helgað sig franskri tungu en hún lærði tungumálið í menntaskóla, Alliance Française, við Háskóla Íslands og í Paul Valery-háskólanum í Montpellier. Hún lék eftirminnilega frönsku söngkonuna Édith Piaf á fjölum Þjóðleikhússins þar sem hún tók lög eins og Non, je ne regrette rien og La foule, rétt eins og „litli spörfuglinn Piaf“.
Sendiráð Frakklands hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1946 og er þar með eitt af fyrstu sendiráðunum á eftir Bretlandi og Bandaríkjunum á Íslandi.
Sendiráðið hefur í gegnum tíðina stuðlað að samstarfi landanna á sviði viðskipta, vísinda, menningar og lista. Þá hefur sendiráðið einnig veitt fjöldamörgum Íslendingum námsstyrk til háskólanáms í Frakklandi og þess má geta að Vigdís Finnbogadóttir er ein af fyrstu styrkþegum franska sendiráðsins.
Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum og voru þar mættir franski sendiherrann ásamt starfsmönnum sendiráðsins og fleiri góðum gestum.