Rússar hefja árásir á hluta Aleppo

Rússland | 30. nóvember 2024

Rússar hefja árásir á hluta Aleppo

Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo í fyrsta sinn frá árinu 2016 eftir að hersveitir uppreisnarmanna náðu meirihluta Aleppo, á sitt vald.

Rússar hefja árásir á hluta Aleppo

Rússland | 30. nóvember 2024

Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo-borgar í Sýrlandi.
Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo-borgar í Sýrlandi. AFP

Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo í fyrsta sinn frá árinu 2016 eftir að hersveitir uppreisnarmanna náðu meirihluta Aleppo, á sitt vald.

Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo í fyrsta sinn frá árinu 2016 eftir að hersveitir uppreisnarmanna náðu meirihluta Aleppo, á sitt vald.

Þetta er haft eftir breska eftirlitshópnum Syrian Observatory for Human Rights (SOHR) í frétt BBC

Jíhadistar og bandamenn þeirra sem studdir eru af Tyrklandi náðu að sýrlensku borginni Aleppo í gær, í fyrsta sinn síðan 2016, í leiftursókn sinni gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, sem nýtur stuðnings stjórnvalda Írans og Rússlands. 

Her­sveit­ir upp­reisn­ar­manna í Sýr­landi hafa náð meiri­hluta næst­stærstu borg­ar lands­ins, …
Her­sveit­ir upp­reisn­ar­manna í Sýr­landi hafa náð meiri­hluta næst­stærstu borg­ar lands­ins, Al­eppo, á sitt vald. AFP

Ákafar loftárásir á Idlib

Sókn uppreisnarmannanna hófst á miðvikudag, sama dag og viðkvæmt vopnahlé tók gildi í nágrannaríkinu Líbanon á milli Ísraels og Hisbollah-samtakanna sem einnig eru studd af klerkastjórninni í Íran.

Herflugvélar Rússlands og Sýrlands hafa einnig hafið ákafar loftárásir gegn bækistöðvum uppreisnarmanna í kringum borgina Idlib. Frá Kreml berast skeyti um að rússneski herinn sé að varpa sprengjum á öfgasinna og hryðjuverkamenn.

Tyrknesk stjórnvöld hafa á sama tíma krafist þess að sprengjuárásunum verði hætt, til að auka ekki enn meir á þá spennu sem þegar ríkir í heimshlutanum.

Her Sýrlandsforsetans Bashar al-Assad hefur hörfað frá borginni og segist …
Her Sýrlandsforsetans Bashar al-Assad hefur hörfað frá borginni og segist undirbúa gagnsókn. Opinberar byggingar í borginni standa auðar. AFP

Herinn veiti litla mótspyrnu

Meira en 300 manns hafa fallið síðan á miðvikudag, þar af 20 óbreyttir borgarar að sögn SOHR.

Eft­ir­lits­mennirnir segja að stjórn­ar­her­inn hafi veitt litla mót­spyrnu og hafa tals­menn hers­ins greint frá því að upp­reisn­ar­menn hafi farið inn í stór­an hluta borg­ar­inn­ar.

Sýrlenski herinn hefur gefið út að hermenn þeirra hafi hörfað tímabundið til að undirbúa gagnsókn.

Talsmaður frá SOHR segir að ráðhús Aleppo, lögreglustöðvar og leyniþjónustuskrifstofur standi nú galtómar.

mbl.is