Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo í fyrsta sinn frá árinu 2016 eftir að hersveitir uppreisnarmanna náðu meirihluta Aleppo, á sitt vald.
Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo í fyrsta sinn frá árinu 2016 eftir að hersveitir uppreisnarmanna náðu meirihluta Aleppo, á sitt vald.
Rússar hafa gert loftárásir á hluta Aleppo í fyrsta sinn frá árinu 2016 eftir að hersveitir uppreisnarmanna náðu meirihluta Aleppo, á sitt vald.
Þetta er haft eftir breska eftirlitshópnum Syrian Observatory for Human Rights (SOHR) í frétt BBC.
Jíhadistar og bandamenn þeirra sem studdir eru af Tyrklandi náðu að sýrlensku borginni Aleppo í gær, í fyrsta sinn síðan 2016, í leiftursókn sinni gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, sem nýtur stuðnings stjórnvalda Írans og Rússlands.
Sókn uppreisnarmannanna hófst á miðvikudag, sama dag og viðkvæmt vopnahlé tók gildi í nágrannaríkinu Líbanon á milli Ísraels og Hisbollah-samtakanna sem einnig eru studd af klerkastjórninni í Íran.
Herflugvélar Rússlands og Sýrlands hafa einnig hafið ákafar loftárásir gegn bækistöðvum uppreisnarmanna í kringum borgina Idlib. Frá Kreml berast skeyti um að rússneski herinn sé að varpa sprengjum á öfgasinna og hryðjuverkamenn.
Tyrknesk stjórnvöld hafa á sama tíma krafist þess að sprengjuárásunum verði hætt, til að auka ekki enn meir á þá spennu sem þegar ríkir í heimshlutanum.
Meira en 300 manns hafa fallið síðan á miðvikudag, þar af 20 óbreyttir borgarar að sögn SOHR.
Eftirlitsmennirnir segja að stjórnarherinn hafi veitt litla mótspyrnu og hafa talsmenn hersins greint frá því að uppreisnarmenn hafi farið inn í stóran hluta borgarinnar.
Sýrlenski herinn hefur gefið út að hermenn þeirra hafi hörfað tímabundið til að undirbúa gagnsókn.
Talsmaður frá SOHR segir að ráðhús Aleppo, lögreglustöðvar og leyniþjónustuskrifstofur standi nú galtómar.