Byrjað er að telja upp úr kössunum í Norðvesturkjördæmi og fyrstu tölur úr kjördæminu gætu legið fyrir um klukkan hálf eitt í nótt, að sögn Ara Karlssonar, formanns yfirkjörstjórnar.
Byrjað er að telja upp úr kössunum í Norðvesturkjördæmi og fyrstu tölur úr kjördæminu gætu legið fyrir um klukkan hálf eitt í nótt, að sögn Ara Karlssonar, formanns yfirkjörstjórnar.
Byrjað er að telja upp úr kössunum í Norðvesturkjördæmi og fyrstu tölur úr kjördæminu gætu legið fyrir um klukkan hálf eitt í nótt, að sögn Ara Karlssonar, formanns yfirkjörstjórnar.
„Almennt þá held ég að flutningurinn muni ganga, það er spurning með Ísafjörð. Ég held að allt annað eigi að ganga þannig ég held að við séum í tiltölulega góðum málum,“ segir Ari við mbl.is.
Segir hann flutning atkvæða hafa heilt yfir gengið vel í dag.
„Bíllinn úr Skagafirði leggur af stað upp úr 11, það gæti verið ófærð og blint þar.“
Ef mikil töf verður á þeim gögnum verður að taka afstöðu til þess hvort verði að gera hlé á talningu þangað til í fyrramálið, að sögn Ara. Telur hann þó líkur á því að það muni ekki koma til þess.