Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætti með dóttur sinni, Katrínu Erlu Kristjánsdóttur, og eiginmanninum Kristjáni Arasyni á kjörstað í dag. Hún var vel til höfð þegar hún mætti til að kjósa sjálfa sig og sitt fólk í Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætti með dóttur sinni, Katrínu Erlu Kristjánsdóttur, og eiginmanninum Kristjáni Arasyni á kjörstað í dag. Hún var vel til höfð þegar hún mætti til að kjósa sjálfa sig og sitt fólk í Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætti með dóttur sinni, Katrínu Erlu Kristjánsdóttur, og eiginmanninum Kristjáni Arasyni á kjörstað í dag. Hún var vel til höfð þegar hún mætti til að kjósa sjálfa sig og sitt fólk í Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Þorgerður var í karrýgulu rúskinnspilsi og sagði frá því á félagsmiðlum að pilsið væri úr fataskáp móður hennar.
„Nú ætla ég að heimsækja hana mömmu og eiga stund með henni. Sýna henni líka gamla karrýgula rúskinnspilsið hennar sem ég klæðist í dag. Síðan held ég niður á kosningamiðstöðina okkar á Grensásvegi 16. Þar verðum við með kosningakaffi og ég hlakka til að hitta kjósendur yfir góðum bolla,“ sagði Þorgerður Katrín á Facebook-síðu sinni.
Við pilsið klæddist hún brúnum jakka og ljósri blússu.