Halla Tómasdóttir forseti hyggst funda með öllum formönnum flokkanna sem eiga sæti á morgun með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnmyndunarumboðs.
Halla Tómasdóttir forseti hyggst funda með öllum formönnum flokkanna sem eiga sæti á morgun með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnmyndunarumboðs.
Halla Tómasdóttir forseti hyggst funda með öllum formönnum flokkanna sem eiga sæti á morgun með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnmyndunarumboðs.
Þessu greinir hún frá í Facebook-færslu.
„Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum,“ segir í færslunni.
Í færslunni segir að það skuli gefa þessu ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur.
Halla óskar landsmönnum gleðilegan fullveldisdag en í tilefni dagsins mun hún heimsækja Eddu, hús íslenskunnar, og skoða sýningu á handritunum okkar, Heimur í orðum.
Í kvöld munu forsetahjónin síðan njóta tónlistarveislu til heiðurs Magnúsi Eiríkssyni í Hörpu.