Kostnaðurinn hækkaði um minnst 300 milljónir milli ára

Sorphirða | 1. desember 2024

Kostnaðurinn hækkaði um minnst 300 milljónir milli ára

Kostnaður við byggingu endurvinnslustöðvar Sorpu á Lambhagavegi er nú áætlaður á bilinu 1,7-2,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2025-2029 sem lögð var fram í stjórn Sorpu á dögunum.

Kostnaðurinn hækkaði um minnst 300 milljónir milli ára

Sorphirða | 1. desember 2024

Endurvinnslustöðinni við Dalveg í Kópavogi verður lokað.
Endurvinnslustöðinni við Dalveg í Kópavogi verður lokað. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kostnaður við byggingu endurvinnslustöðvar Sorpu á Lambhagavegi er nú áætlaður á bilinu 1,7-2,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2025-2029 sem lögð var fram í stjórn Sorpu á dögunum.

Kostnaður við byggingu endurvinnslustöðvar Sorpu á Lambhagavegi er nú áætlaður á bilinu 1,7-2,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2025-2029 sem lögð var fram í stjórn Sorpu á dögunum.

Ekki hefur verið ákveðið endanlega hver útfærsla á byggingu stöðvarinnar verður en stefnt er að því að það verði gert bráðlega og þá verður endanleg kostnaðaráætlun kynnt. Í kjölfarið verður óskað eftir heimild til lántöku frá eigendum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi ókláraða kostnaðaráætlun er umtalsvert hærri en sú sem kynnt var í rekstraráætlun Sorpu fyrir ári. Þá var reiknað með að 1,4 milljarðar króna færu í byggingu endurvinnslustöðvarinnar.

Þessi framkvæmd við Lambhagaveg hefur tafist umtalsvert. Til stóð að stöðin yrði opnuð í ár en ekki er enn búið að klára útfærsluna né bjóða út verkið.

Hluti af ástæðunni er óvissa með framtíð og útfærslu endurvinnslustöðvar í Kópavogi. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu er nú að störfum starfshópur um framtíðarskipan endurvinnslustöðva, sem á að finna heppilegan stað fyrir nýja stöð sem tekur við af stöðinni við Dalveg. Þeirri stöð verður lokað 1. september á næsta ári.

mbl.is