Lilja Dögg, Ásmundur og Willum úti

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Lilja Dögg, Ásmundur og Willum úti

Allir ráðherrar Framsóknarflokksins, fyrir utan Sigurð Inga Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra, eru dottnir af þingi.

Lilja Dögg, Ásmundur og Willum úti

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson á kosningavöku Framsóknarflokksins.
Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson á kosningavöku Framsóknarflokksins. mbl.is/Eyþór

Allir ráðherrar Framsóknarflokksins, fyrir utan Sigurð Inga Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra, eru dottnir af þingi.

Allir ráðherrar Framsóknarflokksins, fyrir utan Sigurð Inga Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra, eru dottnir af þingi.

Það eru þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Framsókn fékk fimm þingmenn og eru það auk Sigurðar Inga, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Halla Hrund Logadóttir og Þórarinn Ingi Pétursson. 

Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ná áfram kjöri. 

Vinstri græn fá enga þingmenn og því engir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn áfram á þingi. 

Þá komst Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu, ekki inn á þing en hann skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 

mbl.is