„Þakklæti er mér efst í huga þegar ég lít yfir síðustu vikur. Það eru sannarlega forréttindi að fá að vinna með jafn öflugu hugsjónafólki sem brennur fyrir það að gera landið okkar betra.“
„Þakklæti er mér efst í huga þegar ég lít yfir síðustu vikur. Það eru sannarlega forréttindi að fá að vinna með jafn öflugu hugsjónafólki sem brennur fyrir það að gera landið okkar betra.“
„Þakklæti er mér efst í huga þegar ég lít yfir síðustu vikur. Það eru sannarlega forréttindi að fá að vinna með jafn öflugu hugsjónafólki sem brennur fyrir það að gera landið okkar betra.“
Þetta segir í færslu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á Instagram fyrir skömmu.
„Þrátt fyrir að straumar kjósenda hafi legið í aðrar áttir að þessu sinni, eins og skoðanakannanir höfðu gefið til kynna, þá er það einfaldlega hluti af gangi lífsins og stjórnmálanna,“ skrifar Lilja.
Framsókn hlaut 7,8% atkvæða á landsvísu í alþingiskosningunum og er Lilja ein þeirra framsóknarmanna sem dettur út af þingi.
Lilja óskar nýkjörnum þingmönnum til hamingju með kjörið og hvetur þá til góðra verka í þágu lands og þjóðar.
Segir hún það hafa verið mikinn heiður að vinna fyrir land og þjóð í ráðherratíð sinni. Er hún stolt af þeim verkefnum sem hún hefur átt þátt í að hrinda í framkvæmd.
Hún þakkar því fjölmenna og kraftmikla fólki, bæði innan þings og utan, fyrir samstarfið.
„Framsóknarflokkurinn, með sínar djúpu rætur sem elsti flokkur landsins, mun lifa áfram með þjóðinni. Ég er sannfærð um það, því ég þekki það sómafólk innan flokksins um land allt sem brennur fyrir að bæta samfélagið á grundvelli samvinnuhugsjónarinnar.
Verkefnið fram undan er uppbygging, og ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni skila sér í næstu kosningum.“