Lokatölur í Norðaustur: Samfylkingin stærst

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Lokatölur í Norðaustur: Samfylkingin stærst

Samfylkingin hlaut flest atkvæði í Norðausturkjördæmi, eða 5.183 talsins, en lokatölur eru komnar úr kjördæminu. Hlaut flokkurinn 21,3% atkvæða.

Lokatölur í Norðaustur: Samfylkingin stærst

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfylkingin hlaut flest atkvæði í Norðausturkjördæmi, eða 5.183 talsins, en lokatölur eru komnar úr kjördæminu. Hlaut flokkurinn 21,3% atkvæða.

Samfylkingin hlaut flest atkvæði í Norðausturkjördæmi, eða 5.183 talsins, en lokatölur eru komnar úr kjördæminu. Hlaut flokkurinn 21,3% atkvæða.

Þar á eftir kemur Miðflokkurinn með 3.818 atkvæði, eða 15,7%.

Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu með 3.652 atkvæði, eða 15% atkvæða, Flokkur Fólksins þar á eftir með 3.475 atkvæði, eða 14,3%, og skammt undan er Framsóknarflokkurinn með 3.445 atkvæði, eða 14,2%.

Viðreisn er síðan með 2.296 atkvæði, eða 9,4%.

Lokatölur úr Norðausturkjördæmi.
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi. mbl

Lokatölur úr Norðausturkjördæmi:

Framsókn 3.445 atkvæði                             

Viðreisn 2.296 atkvæði                          

Sjálfstæðisflokkurinn 3.652 atkvæði        

Flokkur fólksins 3.475                  

Sósílistaflokkurinn 924                  

Lýðræðisflokkurinn 183                

Miðflokkurinn 3.818                     

Píratar 438                                       

Samfylkingin 5.183                      

Vinstri græn   920   

Kjördæmakjörnir þingmenn Norðausturkjördæmis eru:

  • Logi Einarsson (S)
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M)
  • Jens Garðar Helgason (D)
  • Sigurjón Þórðarson (F)
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen (B)
  • Eydís Ásbjörnsdóttir (S)
  • Ingvar Þóroddsson (C)
  • Þorgrímur Sigmundsson (M)
  • Njáll Trausti Friðbertsson (D)

Uppbótarþingmaður:

Katrín Sif Árnadóttir (F)

mbl.is