Ekki hafa borist beiðnir um endurtalningu atkvæða í neinu kjördæmanna.
Ekki hafa borist beiðnir um endurtalningu atkvæða í neinu kjördæmanna.
Ekki hafa borist beiðnir um endurtalningu atkvæða í neinu kjördæmanna.
Þetta staðfesta formenn yfirkjörstjórnanna sex í samtali við mbl.is. Kveðast þeir allir telja að atkvæðin séu rétt talin og að ekki sé útlit fyrir að þörf gerist á endurtalningu að svo stöddu.
Ansi mjótt er á munum milli flokka í sumum kjördæmunum en í Suðurkjördæmi munar aðeins einu atkvæði á milli Pírata og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Myndi það þó ósennilega hafa nokkur áhrif á niðurstöðu kosninga þrátt fyrir að atkvæðin yrðu endurtalin en flokkarnir hlutu 422 og 421 atkvæði hvor um sig.
Vekur það þó helst athygli að aðeins munar 28 atkvæðum á milli Viðreisnar sem vermir annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður og Sjálfstæðisflokksins í þriðja sætinu.
Leifur Valentín Gunnarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir talningarskýrslur hafa verið sendar til landskjörstjórnar.
Auðvitað sé aldrei hægt að útiloka að við tökum til greina að endurtelja en að yfirleitt séu tölurnar nú réttar.
„En ef það kemur beiðni um að endurtelja þá metum við það auðvitað. Við myndum þá sennilegast kíkja á það á morgun,“ segir Leifur en yfirkjörstjórn kemur saman til fundar þá.