Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir orðanotkunina og beyginguna „kosningaköffum“ ekki bara vera rétta, heldur einu hugsanlegu myndina af þágufalli fleirtölu orðsins kosningakaffi, sé fleirtalan á annað borð notuð.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir orðanotkunina og beyginguna „kosningaköffum“ ekki bara vera rétta, heldur einu hugsanlegu myndina af þágufalli fleirtölu orðsins kosningakaffi, sé fleirtalan á annað borð notuð.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir orðanotkunina og beyginguna „kosningaköffum“ ekki bara vera rétta, heldur einu hugsanlegu myndina af þágufalli fleirtölu orðsins kosningakaffi, sé fleirtalan á annað borð notuð.
Frá þessu greinir Eiríkur í pistli í Facebook-hóp sínum Málspjallinu.
Segir hann þar að einhverjum kunni að þykja varasamt að nota fleirtölu á orðinu kosningakaffi, enda slík notkun ekki gefin upp í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls.
Nefnir hann fjölmörg dæmi um fleirtölumynd orðsins í fjölmiðlum og segir mörg dæmi um fleirtölu annarra orða þar sem -kaffi er seinni liður orðanna. Tekur hann sem dæmi sunnudagskaffi, prjónakaffi, foreldrakaffi, vísindakaffi, internetkaffi og netkaffi.
„Orðið kaffi eitt og sér er vissulega ekki til í fleirtölu frekar en önnur orð um vökva og drykki – ef það er notað í grunnmerkingu sinni,“ segir Eiríkur.
Í orðunum sem um ræðir sé ekki vísað til drykkjarins kaffi heldur ýmist til viðburða eða fyrirtækja.
Segir hann „augljóslega ekkert á móti því frá merkingarlegu sjónarmiði að nota samsetningar með -kaffi í fleirtölu – ef þær vísa til teljanlegra fyrirbæra.“
„Eins og í öðrum hvorugkynsorðum (nema einkvæðum orðum með a í stofni) er nefnifall og þolfall fleirtölu af samsetningum með -kaffi eins og eintalan. Í þágufalli fleirtölu bætist endingin -um við eins og er nánast algilt í nafnorðum, og þá fellur -i brott úr stofninum sem er líka nánast algild regla þegar tvö áherslulaus sérhljóð koma saman – kaffi+um> kaffum.
En þá er u komið í næsta atkvæði á eftir a-inu í stofni og til kemur enn ein nánast algild regla sem setur ö í stað a við slíkar aðstæður – kaffi+um > kaffum > köffum,“ segir Eiríkur.