„Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við vinstri græn vonuðum,“ segir í Facebook-færslu Svandísar Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna.
„Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við vinstri græn vonuðum,“ segir í Facebook-færslu Svandísar Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna.
„Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við vinstri græn vonuðum,“ segir í Facebook-færslu Svandísar Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna.
Flokkurinn fékk 4.974 atkvæði, eða 2,3%, og því enga þingmenn kjörna.
„Á komandi kjörtímabili verður enginn fulltrúi VG á Alþingi sem eru sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll sem höfum barist fyrir málefnum hreyfingarinnar af lífi og sál, mörg árum saman.“
Svandís segir það hafa verið einstakt að njóta þess heiðurs að sitja á Alþingi og beita sér í þágu réttlætis, jöfnuðar, kvenfrelsis og umhverfisverndar. „Fyrir það er ég þakklát.“
Hún þakkar öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni og kjósendum.
„Þótt við verðum ekki lengur á þingi mun baráttan halda áfram – því gildi okkar og hugsjónir lifa áfram í samfélaginu og hjá öllum þeim sem hafa þau í hávegum. Framundan er deigla, endursköpun og uppbygging. Þangað beinum við okkar kröftum.“