Segir forsetakosningarnar hafa verið heiðarlegri

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Segir forsetakosningarnar hafa verið heiðarlegri

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, segist hafa vonast eftir því að flokkurinn fengi meira fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum.

Segir forsetakosningarnar hafa verið heiðarlegri

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, á kjörstað í gær.
Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, á kjörstað í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, segist hafa vonast eftir því að flokkurinn fengi meira fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum.

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, segist hafa vonast eftir því að flokkurinn fengi meira fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum.

Ein helsta áskorun kosningabaráttunnar hafi verið hve stuttur fyrirvari var fyrir kosningarnar, en þau hafi vonast til þess að fá meiri tíma til að kynna flokkinn.

Hann segir þetta hafa verið góða reynslu í bankann og góðan grunn til að byggja upp starf flokksins á.

Segir hann fjölmarga hafa unnið af heilindum að kosningabaráttunni fyrir flokkinn.

Nú verði framtíð flokksins skoðuð og telur Arnar Þór að starf flokksins sé nauðsynlegt til að veita aðhald þeim flokkum sem hann kallar ríkisflokkana.

Frambjóðendur komist upp með að bulla

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Arnari Þór en hann vakti athygli fyrir framboð sitt í forsetakosningunum í sumar. Hlaut hann þar 5,1% atkvæða.

Segir hann einn helsta muninn á því að taka þátt í forsetakosningum og alþingiskosningum vera að forsetakosningarnar hafi verið heiðarlegri.

Í alþingiskosningunum hafi frambjóðendur komist upp með að bulla meira og meira hafi verið um innihaldslaus loforð.

Spurður hvað taki nú við hjá Arnari segist hann fyrst og fremst ætla að hlaða batteríin.

mbl.is