„Það eru mikil söguleg pólitísk tíðindi í þessari niðurstöðu, til dæmis varðandi brotthvarf Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista. Þetta eru áhugaverðir tímar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Það eru mikil söguleg pólitísk tíðindi í þessari niðurstöðu, til dæmis varðandi brotthvarf Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista. Þetta eru áhugaverðir tímar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Það eru mikil söguleg pólitísk tíðindi í þessari niðurstöðu, til dæmis varðandi brotthvarf Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista. Þetta eru áhugaverðir tímar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur er mjög glaður með niðurstöðu alþingiskosninganna fyrir sinn flokk en auðvitað hefði hann að eigin sögn, eins og örugglega allir aðrir, alltaf viljað meira.
Hann segir Flokk fólksins í raun sigurvegara alþingiskosninganna. Blaðamaður bað Sigmund að nefna einn sigurvegara og fékk greiningu formannsins og fyrrverandi forsætisráðherra á niðurstöðum kosninganna.
„Þessi niðurstaða er þannig að þetta er eitthvað sem allir gætu verið ósáttir við nema kannski Flokkur fólksins og eitthvað sem margir gætu viljað vera sáttir við,“ segir Sigmundur og útskýrir:
„Samfylking bætir verulega við sig en er langt frá því að vera komin í eitthvað persónulegt met eða ná því sem spáð var um tíma.
Viðreisn hafði haft væntingar um að verða stærsti flokkurinn og það gekk ekki eftir.
Sjálfstæðisflokkurinn er með lægsta fylgi í sögu sinni en fær samt heldur meira en í könnunum.
Framsóknarflokkurinn er með langminnsta fylgi í 108 ár eða eitthvað.
Við hefðum viljað meira en erum sáttir á þeim stað sem við erum.
Til að gera langa sögu stutta er kannski það óvæntasta og sérstakasta þetta mikla fylgi Flokks fólksins.“
Miðflokkurinn bætir við sig þó nokkru fylgi og fimm þingmönnum frá síðustu alþingiskosningum en sex ef tekið er inn í myndina að Birgir Þórarinsson yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir kosningarnar 2021.
„Við förum úr tveimur þingmönnum í átta sem er fjórföldun. Miðað við hvað þessir tveir gátu hamast í þinginu held ég að átta geti gert frábæra hluti,“ segir Sigmundur.
Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?
„Það er svona talað um sem viðmið að það sé annað hvort stærsti flokkurinn eða sá flokkur sem bætir mest við sig. Mér finnst líklegast að út frá því verði það Samfylkingin.“