Svandís ekki inni eftir fyrstu tölur

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Svandís ekki inni eftir fyrstu tölur

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Þegar talin hafa verið 21.949 atkvæði í kjördæminu hafa Vinstri græn fengið 3% atkvæða, eða samtals 650 atkvæði.

Svandís ekki inni eftir fyrstu tölur

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna er ekki inni miðað við …
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna er ekki inni miðað við fyrstu tölur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Þegar talin hafa verið 21.949 atkvæði í kjördæminu hafa Vinstri græn fengið 3% atkvæða, eða samtals 650 atkvæði.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Þegar talin hafa verið 21.949 atkvæði í kjördæminu hafa Vinstri græn fengið 3% atkvæða, eða samtals 650 atkvæði.

Missir flokkurinn 11,7 prósentustig frá síðustu kosningum þegar Vinstri græn fengu 14,7%.
Samfylkingin mælist stærsti flokkur kjördæmisins með 23,3% og bætir við sig 10 prósentustigum frá því árið 2021. Bætir flokkurinn við sig tveimur þingmönnum.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 18,8%, en var síðast með 22,8%. Missir flokkurinn einn þingmann miðað við þessa stöðu.

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður klukkan 00:27.
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður klukkan 00:27.

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn fá eitt sæti hvor

Flokkur fólksins heldur sínum þingmanni, en Inga Sæland er í framboði í kjördæminu. Er flokkurinn með 13,1%, en var síðast með 8,9%.

Miðflokkurinn er með 10% atkvæða og nær manni inn, en flokkurinn var ekki með þingmann eftir síðustu kosningar og 4,1%.

Miðað við fyrstu tölur eru þetta þingmenn kjördæmisins. Landsyfirlitið sem birtist nú byggir að hluta á niðurstöðum úr skoðanakönnunum, þar til komnar eru atkvæðatölur úr öllum kjördæmum. Eftir að fyrstu tölur eru komnar úr öllum kjördæmum byggir landsyfirlitið einungis á þeim tölum sem gefnar hafa verið upp af yfirkjörstjórnum.

Kjördæmakjörnir
  · Jóhann Páll Jóhannsson (S)
  · Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D)
  · Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C)
  · Inga Sæland (F)
  · Ragna Sigurðardóttir (S)
  · Snorri Másson (M)
  · Hildur Sverrisdóttir (D)
  · Jón Gnarr (C)
  · Kristján Þórður Snæbjarnarson (S)
Uppbótar 
  · Björn Leví Gunnarsson (P)
  · Aðalsteinn Leifsson (C)

mbl.is