„Þetta er mjög gaman“

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

„Þetta er mjög gaman“

„Flokkur fólksins er virkilega að auka við sig fylgi alls staðar og auðvitað eigum við eftir að sjá hvernig nóttin spilast út en þetta er mjög gaman.“

„Þetta er mjög gaman“

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins.
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Flokkur fólksins er virkilega að auka við sig fylgi alls staðar og auðvitað eigum við eftir að sjá hvernig nóttin spilast út en þetta er mjög gaman.“

„Flokkur fólksins er virkilega að auka við sig fylgi alls staðar og auðvitað eigum við eftir að sjá hvernig nóttin spilast út en þetta er mjög gaman.“

Þetta segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, sem skipar annað sæti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í samtali við mbl.is.

Ertu vongóð um að þetta haldist?

„Já eiginlega og jafnvel að þetta verði betra. Við erum búin að vinna eins og forkar bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Ég er búin að vera þar í sex ár og lagt nótt við dag öll þessi ár,“ segir Kolbrún.

„Við erum duglegur flokkur, við erum hörkulið og kannski erum við bara að uppskera núna eins og við höfum sáð sem er sanngjarnt. En þetta er allt saman af því að það er þessi sanngirnis- og réttlætistilfinning í hjörtum okkar.“

mbl.is