Tuttugu og einn nýliði hlaut kjör á Alþingi í nýafstöðnum alþingiskosningum.
Tuttugu og einn nýliði hlaut kjör á Alþingi í nýafstöðnum alþingiskosningum.
Þar er átt við fólk sem hefur ekki áður starfað sem þingmenn eða varaþingmenn.
Þegar hlutfall nýliða er reiknað út má sjá að þeir verða rúmlega 30% allra þingmanna á Alþingi á næsta kjörtímabili.
Konur eru í minnihluta í hópi nýliðanna, eða fimm talsins, á meðan karlarnir eru fimmtán.
Nýliðar úr röðum Samfylkingarinnar:
- Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
- Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna.
- Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri í Hörpu.
- Alma Möller landlæknir.
- Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri.
- Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og sérfræðingur hjá RANNÍS.
- Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar.
- Þórður Snær Júlíusson blaðamaður, sem ætlar að gefa sæti sitt eftir.
Nýliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins:
- Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla.
- Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, fv. formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar og fv. formaður SFS.
- Ólafur Adolfsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akranesi.
Þessir nýju stólar bíða nýkjörinna þingmanna við Austurvöll.
mbl.is/Eyþór
Nýliðar úr röðum Viðreisnar:
- Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
- Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs og fv. bæjarstjóri Akureyrar.
- Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri.
- Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari á Akureyri.
Nýliðar úr röðum Flokks fólksins:
- Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
- Sigurður Helgi Pálmason, safnvörður og þáttastjórnandi.
Nýliðar úr röðum Miðflokksins:
- Snorri Másson blaðamaður.
- Ingibjörg Davíðsdóttir, fyrrverandi sendiherra Íslands í Noregi.
- Þorgrímur Sigmundsson.
Nýliðar úr röðum Framsóknarflokksins:
- Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.