„Eftirréttirnir eru mín deild, þar á ég heima“

Uppskriftir | 2. desember 2024

„Eftirréttirnir eru mín deild, þar á ég heima“

Jóhanna Húnfjörð framreiðslumaður og matgæðingur með meiru á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún hefur mikinn áhuga á mat og góðu víni. Þegar matur og vín eru annars vegar finnst Jóhönnu mikilvægt að velja réttu drykkina með máltíðum sem bornar eru fram.

„Eftirréttirnir eru mín deild, þar á ég heima“

Uppskriftir | 2. desember 2024

Jóhanna Húnfjörð framreiðslumaður og matgæðingur með meiru býður upp á …
Jóhanna Húnfjörð framreiðslumaður og matgæðingur með meiru býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Húnfjörð framreiðslumaður og matgæðingur með meiru á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún hefur mikinn áhuga á mat og góðu víni. Þegar matur og vín eru annars vegar finnst Jóhönnu mikilvægt að velja réttu drykkina með máltíðum sem bornar eru fram.

Jóhanna Húnfjörð framreiðslumaður og matgæðingur með meiru á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún hefur mikinn áhuga á mat og góðu víni. Þegar matur og vín eru annars vegar finnst Jóhönnu mikilvægt að velja réttu drykkina með máltíðum sem bornar eru fram.

Jóhanna er einn af nýjum eigendum Kampavínsfjelagsins og co ásamt manni sínum, Styrmi Bjarka Smárasyni og Hrefnu Rósu Sætran, sem einnig eru eigendur að Fiskmarkaðinum og UPPI bar. Jóhanna heldur utan um daglegan rekstur Kampavínsfjelagsins en það var áður í eigu Stefáns Einars Stefánssonar.

Kampavínsfjelagið flytur inn kampavín frá nokkrum af þekktustu kampavínshúsum heims og hágæða vín frá framúrskarandi víngerðarmönnum frá Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Austurríki. Fjelagið heldur einnig úti kampavínsklúbbi sem notið hefur mikilla vinsælda seinustu fjögur ár og þar fá meðlimir að kynnast framúrskarandi vínframleiðendum svo fátt sé nefnt,“ segir Jóhanna og er afar spennt fyrir komandi tímum hjá fjelaginu.

Ekki mikill tími fyrir flókna eldamennsku

Jóhanna hefur unnið á veitingastöðum síðastliðin tíu ár og því er áhuginn fyrir góðum mat og víni mikill.

„Í dag er ekki alltaf mikill tími fyrir flókna eldamennsku með tvö ung börn á heimilinu, en þau eru tveggja og fjögurra ára gömul. Það er nóg af verkefnum að takast á við og oft þarf að sinna rekstrinum utan hefðbundins vinnutíma. 

Hins vegar er ég mun hrifnari af því að baka en elda og maðurinn minn sér mestmegnis um eldamennskuna þó að ég hafi miklar skoðanir á því hvað hann á að elda. En eftirréttirnir eru mín deild, þar á ég heima enda alin upp við mikinn bakstur og hálf fjölskylda mín eru bakarar.“

Jóhanna setti saman draumavikumatseðilinn sinn fyrir lesendur sem passar vel fyrir fyrstu vikuna í desember.

Mánudagur – Grilluð stórlúða

„Mánudagar eru fullkomnir fiskidagar og þetta er týpísk uppskrift sem maðurinn minn myndi elda fyrir okkur.“

Þriðjudagar – Tómatsúpa með chili-flögum

„Mér finnst fullkomið að hafa súpu á þriðjudögum þar sem þá eru börnin á æfingum og hægt að hafa hana tilbúna þegar við lendum heima og ég er veik fyrir góðum tómatsúpum.“

Miðvikudagur – Marokkóskar kjötbollur

„Kjötbollur geta aldrei klikkað á barnaheimili og þessar eru fyrir alla.“

Fimmtudagur – Spaghettí tilbúið á 10 mínútum

„Spaghetti er í miklu uppáhaldi hjá mér og eldri syni mínum og það er vandræðalega oft á boðstólum á okkar heimili.“

Föstudagur – Hreindýralundir með sveppum og furuhnetum

„Stundum finnst okkur líka voða kósí að gefa börnum eitthvað einfalt og þegar allir eru sofnaðir eldum við fyrir okkur og þetta er fullkomin máltíð fyrir kvöldstefnumót með flösku af Biondi Santi Rosso.“

Laugardagur – Lambakoftast og meðlæti

„Helgarnar eru líka fullkomnar fyrir grillmat og veður skiptir engu máli samkvæmt manninum mínum þegar kemur að því að grilla en góð vínflaska verður hins vegar að vera með.“

Sunnudagur – Lambalæri á klassíska mátann

„Ég elska að hafa lambalæri á sunnudögum þar sem ég þekki það úr sveitinni frá því ég var barn og hef ávallt viljað halda í þá hefð fyrir mín börn þó ég geri það alls ekki alla sunnudaga.“

 

 

mbl.is