Halldór: Endurspeglar laskað innra starf Pírata

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Halldór: Endurspeglar laskað innra starf Pírata

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir að niðurstaða þingkosninganna, þar sem þingflokkur Pírata féll af þingi, endurspegli laskað innra starf flokksins. 

Halldór: Endurspeglar laskað innra starf Pírata

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata og varaþingmaður, fer yfir …
Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata og varaþingmaður, fer yfir stöðu mála í kjölfar kosninganna í færslu sem hann birti á Facebook. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/aðsent

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir að niðurstaða þingkosninganna, þar sem þingflokkur Pírata féll af þingi, endurspegli laskað innra starf flokksins. 

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir að niðurstaða þingkosninganna, þar sem þingflokkur Pírata féll af þingi, endurspegli laskað innra starf flokksins. 

Þetta skrifar Halldór í færslu sem hann birti á Facebook, þar sem hann veltir m.a. fyrir sér framtíð flokksins, en þar tekur hann fram að það hafi verið afrek hvað flokkurinn hafi enst lengi sem stjórnmálaafl. 

Mörgum áfall að flokkurinn hafi þurrkast út

Hann bendir á að Píratar hafi verið hreinræktað „afsprengi eftirhrunsstjórnmálanna - annað af tveimur framboðum utan fjórflokksins gamla sem komust á þing árið 2013 en samkeppnin var þá hörð,“ skrifar Halldór.

„Ég held að nákvæmlega engin sem tóku þátt í flokknum hafi þarna gert ráð fyrir að hann myndi endast í rúman áratug á þingi og í raun var það nánast hugmyndafræði sumra að honum væri bókstaflega ekki ætlað að vera til of lengi. En flokkurinn festist í sessi og var orðinn mörgum kær og því er það auðvitað mörgum áfall að hann þurrkist út af þingi. Ég hef mikla samúð með því og skilning á því þó persónulega séu mínar tilfinningar aðeins blendnari,“ skrifar hann enn fremur. 

Upplifun af innra starfi flokksins slæm

Hann bendir á, að þó að reynsla hans af því að hafa setið í borgarstjórn fyrir flokkinn, og komið inn á þing sem varamaður, hafi almennt verið góð, þá hafi upplifun hans af innra starfi flokksins verið slæm. 

„Fyrir mér var niðurstaða kosninganna því fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi,“ skrifar hann og bætir við, að það sé nokkuð hlutlæg staðreynd að flokkur sem hafi aldrei haft burði til að byggja upp almennilega starfsemi úti á landi hafi alltaf verið í meiri fallhættu en flokkar sem hafi slíka burði.

mbl.is