Heilladísir veðráttunnar réðu förinni

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Heilladísir veðráttunnar réðu förinni

Miðað við þær spár sem fyrir lágu rættist merkilega vel úr veðri á kjördag og hvergi kom til verulegra vandræða. Sýnt þótti að staðan gæti orðið tvísýn á Austurlandi, en með samstilltu átaki var leiðum haldið opnum og vegir ruddir þannig að fólk kæmist á kjörstað.

Heilladísir veðráttunnar réðu förinni

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Óðinn Logi og Ásta Kristín á Vattarnesi hér komin á …
Óðinn Logi og Ásta Kristín á Vattarnesi hér komin á kjörstað á Fáskrúðfirði. Til hægri er Friðrik, á Hafnarnesi, nágranni sem fékk far með þeim. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Miðað við þær spár sem fyrir lágu rættist merkilega vel úr veðri á kjördag og hvergi kom til verulegra vandræða. Sýnt þótti að staðan gæti orðið tvísýn á Austurlandi, en með samstilltu átaki var leiðum haldið opnum og vegir ruddir þannig að fólk kæmist á kjörstað.

Miðað við þær spár sem fyrir lágu rættist merkilega vel úr veðri á kjördag og hvergi kom til verulegra vandræða. Sýnt þótti að staðan gæti orðið tvísýn á Austurlandi, en með samstilltu átaki var leiðum haldið opnum og vegir ruddir þannig að fólk kæmist á kjörstað.

„Heilladísirnar réðu á þessum degi, þar sem allir voru annars að gera sitt besta við að halda leiðum opnum. Heimreiðir að sveitabæjum voru ruddar og fleira; allt svo fólk gæti komist á kjörstað,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem starfar fyrir Vegagerðina.

Eftir snjókomu á föstudag var víða lausamjöll á jörðu fyrir austan, þar sem vind fór að hreyfa undir kvöld á kjördag. Þá lokuðust leiðir, svo sem um Fagradal, á Möðrudalsöræfum og víðar. En þegar þar var komið sögu hafði lýðræðið fengið að hafa sinn gang, svo framkvæmd kjörfunda raskaðist ekki og leið kjósenda þangað var greið. Í gær var leiðinlegt en annars hefðbundið vetrarveður fyrir austan; leiðir víða lokaðar, meðal annars Fagridalur sem var tepptur vegna snjóflóðs.

„Við vorum alveg róleg hér heima, en fulltrúar á kosningaskrifstofum og hjá sveitarfélaginu voru áfram um að ryðja veginn hingað út eftir þannig að við gætum kosið,“ segir Óðinn Logi Þórisson á Vattarnesi við Reyðarfjörð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is