Kristrún fundar með Höllu á Bessastöðum

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Kristrún fundar með Höllu á Bessastöðum

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er komin á Bessastaði þar sem hún fundar með forseta Íslands.

Kristrún fundar með Höllu á Bessastöðum

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Kristrún og Halla á Bessastöðum.
Kristrún og Halla á Bessastöðum. mbl.is/Eyþór

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er komin á Bessastaði þar sem hún fundar með forseta Íslands.

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er komin á Bessastaði þar sem hún fundar með forseta Íslands.

Kristrún er fyrst til að funda með Höllu Tómasdóttur af formönnum flokkanna sem fengu þingmenn kjörna í kosningunum.

Kristrún fyrir utan Bessastaði.
Kristrún fyrir utan Bessastaði. mbl.is/Eyþór

Klukk­an 10 fund­ar Halla síðan með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins og klukk­an 11 fund­ar hún með Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, for­manni Viðreisn­ar.

Klukk­an 13 verður fund­ur for­seta og Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, og klukku­stund síðar fund­ar Halla með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, rek­ur lest­ina og fund­ar með Höllu klukk­an 15.

mbl.is