Óskað hefur verið eftir endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi, en Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, staðfestir það í samtali við mbl.is.
Óskað hefur verið eftir endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi, en Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, staðfestir það í samtali við mbl.is.
Óskað hefur verið eftir endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi, en Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, staðfestir það í samtali við mbl.is.
„Það hefur borist ósk um endurtalningu, en við eigum eftir að fjalla um það hjá kjörstjórninni,“ segir Gestur. Stefnt sé að því að svara beiðninni í dag, en hann getur ekki sagt til um hvenær niðurstaða liggur fyrir.
Þá vill hann ekki segja til um það hver óskar eftir endurtalningu eða á hvaða forsendum, á meðan málið er í ferli.
„Við erum að hittast í dag og fara yfir útstrikanir og skila inn seinni hluta skýrslu í kjörstjórninni. Við reynum að koma þessu fyrir á milli vita,“ segir Gestur.
Nokkuð fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á hina svokölluðu uppbótarhringekju og eins og við sáum í gærmorgun, þá getur fólk verið að detta inn og út af þingi á síðustu metrunum.
Þá datt til að mynda framsóknarmaðurinn Willum Þór Þórssson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, sem var uppbótarmaður í kjördæminu, út af þingi með síðustu tölum í hádeginu í gær, og Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór inn sem uppbótarmaður.
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi voru síðustu tölur sem bárust í gær, um hádegisbil. Í samtali við mbl.is í gær sagði Gestur þá að talsvert hefði verið um óvistuð atkvæði sem kjörstjórn hefði þurft að færa inn í gerðarbækur og setja í sérstök innsigluð umslög. Það hefði seinkað uppgjöri talningar.