„Það vantar bara brjóstin og gleraugun á Loga“

Spursmál | 2. desember 2024

„Það vantar bara brjóstin og gleraugun á Loga“

Inga Sæland telur mikilvægt að mynda stjórn um stöðugleika og samhent vinnubrögð. Ekki megi vera of langt milli manna. 

„Það vantar bara brjóstin og gleraugun á Loga“

Spursmál | 2. desember 2024

Inga Sæland telur mikilvægt að mynda stjórn um stöðugleika og samhent vinnubrögð. Ekki megi vera of langt milli manna. 

Inga Sæland telur mikilvægt að mynda stjórn um stöðugleika og samhent vinnubrögð. Ekki megi vera of langt milli manna. 

Inga mætti í kosningauppgjör Spursmála á Reykjavik Hilton Nordica og ræddi þar mögulega stjórnarmyndun.

Þeir sem berjast gegn fátækt

Þegar hún er spurð út í það hvaða flokkar standi næst Flokki fólksins er hún skýr í svörum:

„Eins og ég hef sagt þá standa þeir næstir Flokki fólksins sem vilja berjast með okkur gegn fátækt og ég hef ekki betur séð en að Samfylkingin hafi til dæmis reynt að troða sér í mína skó núna bara í tvö ár. Ég hef stundum sagt að það vanti bara brjóstin og gleraugun á Loga Má áður en Kristrún kom. Hann var alltaf að reyna að vera eins og Inga. Ég heyrði stundum heilu og hálfu ræðubútana og hrökk alveg við, hvaða rödd er ég með núna. Þetta er orðið svolítið athyglisvert.

En það vantaði líka hárið.

„Ha, já já. Það vantaði það og margt fleira. Við skulum ekki fara í smáatriðin hérna sérstaklega. En ég heyri að það er vilji og það er vilji hjá fleirum. Það hefur komið meira og meira fram að það er orðið augljóst að það er ákveðinn hópur í samfélaginu sem við verðum að taka utan um og hjálpa.“

Og hún tók sló á létta strengi þegar Andrés Magnússon reyndi að pumpa hana um upplýsingar um mögulegar þreifingar til stjórnarmyndunar.

Logi Einarsson og Inga Sæland. Miðað við lýsingu hennar á …
Logi Einarsson og Inga Sæland. Miðað við lýsingu hennar á kosningauppgjörinu hefði hún allt eins getað sagt við þessa mynd: Finndu fimm villur? mbl.is/samsett mynd

Prívatsímtöl

Þú veist jafn vel og við að þessar umræður, þetta á sér stað í símum og jafnvel á göngum alþingis jafnvel. Ekkert formlegum viðræðum [innskot frá Andrési Magnússyni]

„Það eru alltaf prívatsímtöl. Það eru ekki símtöl í beinni útsendingu. Það eru svona prívatsímtöl, Andrés.“

En ætlar þú ekki að sýna neitt frumkvæði?

„Ja, ég meina, það er prívat, Andrés.“

Kosningauppgjörið í heild má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan:

mbl.is