Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vildi lítið gefa upp við hvaða formenn annarra flokka hún hefði verið að ræða við þegar hún ræddi stuttlega við fjölmiðlafólk eftir fund sinn með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vildi lítið gefa upp við hvaða formenn annarra flokka hún hefði verið að ræða við þegar hún ræddi stuttlega við fjölmiðlafólk eftir fund sinn með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vildi lítið gefa upp við hvaða formenn annarra flokka hún hefði verið að ræða við þegar hún ræddi stuttlega við fjölmiðlafólk eftir fund sinn með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum.
„Við munum bara ræðast við ýmsir aðilar. Ég held að það sé bara best að fara ekkert lengra með það núna,“ sagði hún eftir að hafa verið spurð við hvaða formenn hún hefði rætt.
Kristrún ítrekaði það sem hún og flokksmenn hennar hafa sagt síðan úrslit kosninga urðu ljós og sagði alla hljóta að sjá að þjóðin sé að kalla eftir skýrum breytingum.
„Við erum á þeim stað að forseti á eftir að ræða við alla formenn og taka stöðuna í hópnum. Hún áttar sig alveg á stöðunni, alveg eins og ég, að það er skýrt ákall um þessar breytingar. En við verðum líka að leyfa þessum samtölum að eiga sér stað,“ sagði Kristrún um samtal sitt við Höllu.
„Við ræddum ýmislegt í því samhengi. Ég held að það skipti mestu máli núna að það myndist hérna samhent ríkisstjórn sem kemst áfram í ákveðnum aðgerðum þannig að það verði lykilatriðið og ég treysti forseta að öllu leyti að leggja mat á það,“ bætti Kristrún við.
Sagði Kristrún að það gæti vel verið að einhverjir formenn séu að ræða saman á óformlegum nótum. „Mér finnst það mjög eðlilegt á þessum tímapunkti, en ég ætla bara að leyfa ferlinu að eiga sér stað með eðlilegum hætti,“ sagði hún og vísaði þar til þess að Halla ætti í dag eftir að ræða við alla formenn þeirra flokka sem komust á þing.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom næstur formanna á fund Höllu, en hann og forsetinn funda enn þegar þetta er skrifað.