Vinsæll leikari á skammt eftir ólifað

Instagram | 2. desember 2024

Vinsæll leikari á skammt eftir ólifað

Ástralski leikarinn Ian Smith, sem er líklega hve þekktastur fyrir að fara með hlutverk Harold Bishop í sápuóperunni Nágrönnum, greindist með banvænt krabbamein fyrr á árinu. 

Vinsæll leikari á skammt eftir ólifað

Instagram | 2. desember 2024

Leikarinn Ian Smith hefur farið með hlutverk Harold Bishop síðastliðin …
Leikarinn Ian Smith hefur farið með hlutverk Harold Bishop síðastliðin 37 ár, að vísu með hléum. Skjáskot/Instagram

Ástralski leikarinn Ian Smith, sem er líklega hve þekktastur fyrir að fara með hlutverk Harold Bishop í sápuóperunni Nágrönnum, greindist með banvænt krabbamein fyrr á árinu. 

Ástralski leikarinn Ian Smith, sem er líklega hve þekktastur fyrir að fara með hlutverk Harold Bishop í sápuóperunni Nágrönnum, greindist með banvænt krabbamein fyrr á árinu. 

Smith, sem er 86 ára að aldri, sagði frá greiningunni í einlægu viðtali við 10 News First á mánudag. 

„Ég fékk úrskurðinn um að ég væri með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég er með mjög ágengt lungnakrabbamein sem er ekki hægt að lækna. Ég á því skammt eftir ólifað,“ sagði leikarinn meðal annars.

Smith, sem hefur farið með hlutverk Bishop frá árinu 1987, hefur nú formlega lagt „leikaraskóna“ á hilluna, en hann kvaddi Ramsay-götu nú á dögunum eftir 37 ára viðveru.

View this post on Instagram

A post shared by Neighbours (@neighbours)

mbl.is