Willum Þór útilokar ekki endurkomu

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Willum Þór útilokar ekki endurkomu

Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, útilokar ekki að snúa aftur í knattspyrnuþjálfun.

Willum Þór útilokar ekki endurkomu

Alþingiskosningar 2024 | 2. desember 2024

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, útilokar ekki að snúa aftur í knattspyrnuþjálfun.

Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, útilokar ekki að snúa aftur í knattspyrnuþjálfun.

Willum Þór, sem er 61 árs gamall, er dottinn út af þingi en hann var í oddvitasæti  Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í nýliðnum Alþingiskosningum.

Hann hefur verið þingmaður frá árinu 2013 en hann gerði KR tvívegis að Íslandsmeisturum á þjálfaraferlinum og þá gerði hann Valsmenn einnig að íslands- og bikarmeisturum á sínum tíma.

„Það er vel hugsanlegt,“ sagði Willum Þór í samtali við kosningasjónvarp Stöðvar 2 um helgina þegar hann var spurður út í mögulega endurkomu í fótboltann.

mbl.is