64 ára og loks að taka líkamann í sátt

Instagram | 3. desember 2024

64 ára og loks að taka líkamann í sátt

Bandaríska leikkonan Valerie Bertinelli, best þekkt fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðunum One Day at a Time, Touched by an Angel og Hot in Cleveland, hefur lagt sig fram við að taka líkama sinn í sátt og fagna honum eftir að hafa upplifað mikla fitusmánun í Hollywood í gegnum áralangan leikferil sinn.

64 ára og loks að taka líkamann í sátt

Instagram | 3. desember 2024

Valerie Bertinelli.
Valerie Bertinelli. Skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Valerie Bertinelli, best þekkt fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðunum One Day at a Time, Touched by an Angel og Hot in Cleveland, hefur lagt sig fram við að taka líkama sinn í sátt og fagna honum eftir að hafa upplifað mikla fitusmánun í Hollywood í gegnum áralangan leikferil sinn.

Bandaríska leikkonan Valerie Bertinelli, best þekkt fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðunum One Day at a Time, Touched by an Angel og Hot in Cleveland, hefur lagt sig fram við að taka líkama sinn í sátt og fagna honum eftir að hafa upplifað mikla fitusmánun í Hollywood í gegnum áralangan leikferil sinn.

Bertinelli, sem er 64 ára gömul, er í fyrsta sinn í langan tíma sátt í eigin skinni og birti af því tilefni mynd af sér á nærfötunum á Instagram-síðu sinni í gærdag. Á myndinni, sem er svokölluð speglasjálfa, er Bertinelli að gera sig klára til að lita hárrótina á hótelherbergi sínu í Manhattan.

„Á einhverjum tímapunkti mun ég segja frá öllu brjálæðinu sem líkami minn hefur gengið í gegnum á þessu ári. En á þessu augnabliki, hér og nú, er ég afar þakklát fyrir hverja einustu hrukku sem og lafandi líkamspart. Ég stend fyrir framan spegilinn í sátt við sjálfa mig,” skrifaði leikkonan meðal annars við myndina.

Bertinelli fékk mikið lof frá fræg­um vin­um sín­um í kjöl­far mynd­birt­ing­ar­inn­ar. Broadway-stjarnan Kristin Chenoweth skrifaði: „Þú lítur vel út“ og leikkonan Jennifer Love Hewitt skrifaði: „Ég elska þig svo mikið“.

mbl.is