Hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki á Spáni þurfa samkvæmt nýjum reglum að safna og tilkynna yfir fjörutíu atriði yfir viðskiptavini fyrir bókanir og gistingu og allt að sextíu atriði fyrir bílaleigubíla.
Hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki á Spáni þurfa samkvæmt nýjum reglum að safna og tilkynna yfir fjörutíu atriði yfir viðskiptavini fyrir bókanir og gistingu og allt að sextíu atriði fyrir bílaleigubíla.
Hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki á Spáni þurfa samkvæmt nýjum reglum að safna og tilkynna yfir fjörutíu atriði yfir viðskiptavini fyrir bókanir og gistingu og allt að sextíu atriði fyrir bílaleigubíla.
Spænskir embættismenn segja að þetta aukna eftirlit, samkvæmt konunglegri tilskipun, sé hluti af víðtækari aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tilskipunin tók gildi í gær, 2. desember, og þar með verða þeir ferðamenn sem koma til Spánar að veita yfirvöldum fleiri persónuupplýsingar.
Upplýsingarnar sem sóst er eftir eru m.a. er varða heimilisfang og tengsl fullorðinna við þau börn sem eru með þeim.
Gögnum verður safnað saman af hótelum, orlofshúsum, tjaldstæðum, ferðaskrifstofum og bílaleigum.
Hótelin hafa hins vegar mótmælt tilskipuninni og sagt hana geta haft neikvæð áhrif á upplifun gesta.
Hótelin þurfa nú að senda fullt nafn, netfang og afrit af vegabréfi gesta sinna til yfirvalda innan 24 klukkustunda frá innritun. Þá þurfa einnig að fylgja greiðsluupplýsingar, heimilisfang, símanúmer, fjöldi gesta sem ferðast saman og upplýsingar um fjölskyldutengsl.
Gögnunum verður hlaðið inn á lokaða síðu sem spænska öryggissveitin fylgist með.
Tilskipunin á við um meginland Spánar og eyjarnar sem tilheyra landinu, m.a. Baleareyjar og Kanaríeyjar. Þau fyrirtæki sem fara ekki eftir reglunum eiga yfir höfði sér allt að 30.000 evrur í sekt, um 4,4 milljónir á núverandi gengi.
Tilskipunin er sögð geta haft áhrif á upplifun gesta af gistingu með flóknari og leiðinlegri stjórnsýsluferlum. Ferðaskrifstofur hafa gagnrýnt tilskipunina og segja hana skerða friðhelgi einkalífs og bæta við skrifræði sem fyrirtækin hafi ekkert endilega efni á, öðruvísi en að verð til ferðamanna verði hækkað.