Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn á að stjórnarmyndunarviðræður við Flokk fólksins og Viðreisn gangi vel. Hún segir Evrópumálin ekki hafa verið rædd á fundi þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn á að stjórnarmyndunarviðræður við Flokk fólksins og Viðreisn gangi vel. Hún segir Evrópumálin ekki hafa verið rædd á fundi þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er bjartsýn á að stjórnarmyndunarviðræður við Flokk fólksins og Viðreisn gangi vel. Hún segir Evrópumálin ekki hafa verið rædd á fundi þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins.
Í samtali við mbl.is að fundi loknum kvaðst hún bera fullt traust til Dags B. Eggertssonar og að hún ætli ekki að gera lítið úr lýðræðislegum möguleikum fólks.
Kristrún, Þorgerður og Inga ákvörðuðu á fundi sínum að hefja viðræður um mögulegt stjórnarsamstarf fyrir skömmu. Viðræðurnar munu hefjast strax í fyrramálið.
Ertu vongóð um að þessir þrír flokkar myndi næstu ríkisstjórn?
„Við erum að hefja þessar viðræður á þeim grundvelli að við munum ljúka þessu. Það skiptir auðvitað lykilatriði. Ég er bjartsýn og við erum allar frekar lausnarmiðaðar í þessu samhengi. Við vitum að það er góður málefnagrundvöllur og finnum til mikillar ábyrgðar eftir þessar kosningar að ná saman.“
Aðspurð sagði Kristrún þau leggja áherslu á efnahagsmál, heilbrigðismál, atvinnuuppbyggingu, innviði í landinu, kjaramál, húsnæðismál og menntamál.
Þá sagði hún að ekki þyrfti upprót í öllum málaflokkum:
„það er ekki þannig að það þurfi að fara í upprót á öllum málaflokkum, alls ekki þannig. Við erum að reyna að einbeita okkur að þessum stóru grundvallaratriðum, finna meginlínur og komast áfram, af því þetta verður að vera ríkisstjórn aðgerða.“
Var eitthvað rætt um Evrópumálin á fundinum?
„Við höfum ekki rætt það á þessum tímapunkti. Við erum að byrja á sameiginlegum flötum. Þetta er augljóslega eitthvað sem verður rætt en við verðum bara að gefa okkur góðan tíma í það og munum nálgast það út frá lausnamiðuðu viðhorfi.“
Í gær kom á daginn að 1.453 kjósendur Samfylkingarinnar í Reykjavík norður höfðu strikað út nafn Dags B. Eggertssonar.
Innt eftir viðbrögðum sem formaður flokksins segir Kristrún þetta auðvitað vera lýðræðislegur réttur fólks en að öruggur kosningasigur Samfylkingarinnar sé aðalatriðið.
Telurðu að skilaboðin sem þú sendir kjósendum í lok október hafi haft einhver áhrif?
„Það er ekki mitt að segja í því samhengi. Ég held að það hafi nú einfaldlega bara verið framsetning á því að þetta er vissulega valkostur hjá fólki en ég ætla ekki að gera lítið úr lýðræðislegum möguleikum fólks. Ég ber fullt traust til Dags og veit að hann verður góður þingmaður, þannig ég hef ekki áhyggjur af því, en þetta er vissulega réttur fólks. Lykilatriðið er það að Samfylkingin er sigurvegari í þessum kosningum og fékk mjög gott fylgi í Reykjavík norður. Það skiptir auðvitað líka máli.“