Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Fiskeldi | 3. desember 2024

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Fyrstu seiðin hafa verið flutt úr seiðastöð Laxeyjar í Vestmannaeyjum í stórseiðahús félagsins í Viðlagafjöru, en þaðan verða þau síðan flutt í eldiskerin þegar þau eru orðin nægilega stór.

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Fiskeldi | 3. desember 2024

Starfsfólk Laxeyjar tókst með góðum hætti að flytja seiðin í …
Starfsfólk Laxeyjar tókst með góðum hætti að flytja seiðin í stórseiðastöðina. Ljósmynd/Laxey

Fyrstu seiðin hafa verið flutt úr seiðastöð Laxeyjar í Vestmannaeyjum í stórseiðahús félagsins í Viðlagafjöru, en þaðan verða þau síðan flutt í eldiskerin þegar þau eru orðin nægilega stór.

Fyrstu seiðin hafa verið flutt úr seiðastöð Laxeyjar í Vestmannaeyjum í stórseiðahús félagsins í Viðlagafjöru, en þaðan verða þau síðan flutt í eldiskerin þegar þau eru orðin nægilega stór.

Fram kemur í færslu á vef Laxeyjar að flutningarnir frá seiðastöðinni heppnuðust vel.

„Til að tryggja farsælan flutning þurfti allt að ganga upp – framkvæmdir þurftu að vera á áætlun, allur tæknibúnaður uppsettur, gangsettur og prófaður. Mikið hrós og tækni- og framkvæmdarteymi félagsins til að tryggja að stórseiðahúsið sé klárt á tíma. Mikil vinna hefur því farið fram undanfarnar vikur til að undirbúa þetta skref. Stemningin hefur verið frábær, og allir einbeittir og staðráðnir í að láta flutninginn ganga upp,“ segir í færslunni.

Allt er sagt hafa gengið að óskum og aðlagast seiðin vel að nýju umhverfi.

mbl.is