Halla og Kristrún funda á Bessastöðum í dag

Alþingiskosningar 2024 | 3. desember 2024

Halla og Kristrún funda á Bessastöðum í dag

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðað Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, til fundar við sig á Bessastöðum í dag.

Halla og Kristrún funda á Bessastöðum í dag

Alþingiskosningar 2024 | 3. desember 2024

Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir á Bessastöðum í gær.
Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir á Bessastöðum í gær. mbl.is/Eyþór

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðað Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, til fundar við sig á Bessastöðum í dag.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðað Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, til fundar við sig á Bessastöðum í dag.

Fundurinn hefst klukkan 10, að því er kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

Fast­lega er bú­ist við að Halla veiti Kristrúnu umboðið til stjórnarmyndunar. Kristrún var fyrst formanna flokkanna til að funda með Höllu í gær. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fundaði einnig með Höllu og mælti með því að Kristrún fengi umboðið. 

mbl.is