Hefur ferðast til 42 landa

Á ferðalagi | 3. desember 2024

Hefur ferðast til 42 landa

Hildur J. Gunnarsdóttir er mikil ævintýrakona og nýtur þess að ferðast vítt og breitt um heiminn. Hún hefur ferðast til 42 landa og er hvergi nærri hætt að skoða heiminn. Hildur lét gamlan draum rætast fyrir þremur árum síðan þegar hún stofnaði ferðaskrifstofuna Polaris Journeys sem býður upp á spennandi ferðir á framandi slóðir fyrir fólk í ferðahug. 

Hefur ferðast til 42 landa

Á ferðalagi | 3. desember 2024

Hildur elskar að heimsækja Stokkhólm.
Hildur elskar að heimsækja Stokkhólm. Samsett mynd

Hildur J. Gunnarsdóttir er mikil ævintýrakona og nýtur þess að ferðast vítt og breitt um heiminn. Hún hefur ferðast til 42 landa og er hvergi nærri hætt að skoða heiminn. Hildur lét gamlan draum rætast fyrir þremur árum síðan þegar hún stofnaði ferðaskrifstofuna Polaris Journeys sem býður upp á spennandi ferðir á framandi slóðir fyrir fólk í ferðahug. 

Hildur J. Gunnarsdóttir er mikil ævintýrakona og nýtur þess að ferðast vítt og breitt um heiminn. Hún hefur ferðast til 42 landa og er hvergi nærri hætt að skoða heiminn. Hildur lét gamlan draum rætast fyrir þremur árum síðan þegar hún stofnaði ferðaskrifstofuna Polaris Journeys sem býður upp á spennandi ferðir á framandi slóðir fyrir fólk í ferðahug. 

Hefur þú alltaf haft áhuga á ferðalögum?

„Já, ferðalög, innanlands sem utan, hafa lengi verið stór partur af lífi mínu. Ég hef ferðast mjög mikið um Ísland, þvers og kruss yfir hálendið, alveg frá því í æsku. Faðir minn átti alltaf úrtöku góðan jeppa, meðal annars Bronco, sem hann á enn og keyrir svona spari. 

Á tímabili ferðaðist ég í huganum með móður minni, en hún ferðaðist mikið til fjarlægra landa löngu áður en slík ferðalög urðu algeng. Hún ferðaðist meðal annars til Jemen, Rúanda, Íran og Galapagos-eyja. Ég hafði mjög gaman af því að leita að þessum skrýtnu löndum á landakortinu þegar hún var á ferðinni.“

Hvað varstu gömul þegar þú ferðaðist fyrst erlendis og hvert fórstu?

„Ég var átta ára gömul og ferðaðist með foreldrum mínum og yngri systur til Spánar. Það var heilmikið ævintýri fyrir litlar stúlkur.“

Hildur ferðaðist mikið með fjölskyldu sinni sem ung stúlka.
Hildur ferðaðist mikið með fjölskyldu sinni sem ung stúlka. Ljósmynd/Aðsend

Til hvaða landa hefur þú ferðast?

„Úff, þau eru orðin ansi mörg. Ég hef ekki kastað tölu á þau, en ákvað að gera það af þessu tilefni og mér telst að þau séu orðin 42. Í sumum löndum hef ég búið og dvalið til lengri tíma, í öðrum hef ég komið stuttlega við og bara allt þar á milli.“

Hver er eftirminnilegasta ferðalagið þitt?

„Þau er nú orðin ansi mörg ferðalögin sem eru greypt í minnið, en ég má til með að nefna það þegar við hjónin ferðuðumst með börnin okkar og einn tengdason til Asíu í jólafríinu þegar krakkarnir voru á aldursbilinu 14-24 ára. Þessi ferð var eitt heljarinnar ævintýri, frá upphafi til enda, sem við rifjum reglulega upp.

Við flugum til Bangkok og þaðan til norður Taílands, sigldum niður Mekong-fljótið í Laos, niður Kambódíu og yfir til Víetnam. Þetta var mikið ferðalag, það var gist við misjafnar aðstæður og reyndi talsvert á samvinnu og samheldni fjölskyldunnar.“

Hver er eftirminnilegasta ferðaminningin?

„Ég held að það hafi verið þegar ég var í Túnis árið 1976, þá 14 ára gömul. Það var margt framandi sem fyrir augu bar, en á þessum tíma voru allar konur enn í svörtum kuflum og unglingurinn ég gapti af undrun yfir öllu því sem bar fyrir augu.“

Segir alla staði hafa sinn sjarma

„Hefur þú einhvern tímann orðið fyrir vonbrigðum með land?

„Nei, allir staðir hafa sinn sjarma.“

Hvert dreymir þig um að fara?

„Ég á alveg eftir að kanna tvær heimsálfur, Suður-Ameríku og Afríku, það er því nóg eftir að sjá og upplifa. Svo hugsa ég að siglingar fari að koma sterkt inn hjá mér, kannski er það aldurinn, en það er ótrúlega þægilegur ferðamáti og gott frí.  

Stjörnuferðir er umboðsaðili Explora-skipanna sem bjóða ferðaþyrstum upp á skemmtilegar ferðir vítt og breytt um heiminn.“

Hildur J. Gunnarsdóttir er mikil ævintýrakona.
Hildur J. Gunnarsdóttir er mikil ævintýrakona. Ljósmynd/Aðsend

Hvað leggur þú áherslu á ferðalögum?

„Að vera ekki með of þéttskipaða dagskrá og gefa sér bara tíma til að kynnast landi og þjóð. Mér finnst líka nauðsynlegt að lesa mig vel til áður en ég fer á nýjan áfangastað.“

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„Genf, alveg tvímælalaust. Ég bjó þar ásamt fjölskyldu minni árið 2004 og þar var afskaplega gott að vera. Ég má einnig til með að nefna Stokkhólm, en dóttir mín og fjölskylda hennar bjuggu þar í mörg ár og tók ég miklu ástfóstri við borgina.“ 

En fyrir utan Evrópu? 

„Shanghæ er ótrúleg borg, en líka Ubud á Balí sem er  afar litrík og skemmtileg.“

Hefur þú heimsótt eitthvað af sjö undrum veraldar?

„Ég hef séð Kínamúrinn, leirhermennina í Xian, sem gerðu mig gersamlega orðlausa og Taj Mahal við sólarupprás. Mig langar mikið til þess að sjá minjar Inkanna í Peru, það er efst á óskalistanum.“

Hvaða ferðalög eru á dagskrá?

„Það er margt á dagskrá. Ég er á leið á ferðasýningu í Cannes í Frakklandi og flýg þaðan rakleitt til Kaupmannahafnar þar sem sonur minn er í mastersnámi. Í febrúar ætla ég að skreppa til Spánar og heimsækja dóttur mína og fjölskyldu hennar. Svo er það auðvitað ævintýraferð Stjörnuferða í apríl, en ég held úti ásamt hópi ferðalanga til Kambódíu, Víetnam og Tælands. Við fórum sambærilega ferð í fyrra sem tókst frábærlega. Það seldist upp í þessa ferð nánast strax og ég er þegar búin að lofa annarri 2026.“

Hildur segir margt spennandi á dagskrá hjá Stjörnuferðum og Polaris …
Hildur segir margt spennandi á dagskrá hjá Stjörnuferðum og Polaris Journeys. Ljósmynd/Aðsend

„Ferðageirinn hefur alltaf togað í mig“

Hildur, sem er menntaður jarðfræðingur, segir ferðageirann alltaf hafa togað sig.

Hefur þig alltaf langað að starfa innan ferðageirans?

„Ást mín á náttúru Íslands rak mig í jarðfræði. Áður en börnin fæddust var ég nemandi í Leiðsöguskólanum og ætlaði að starfa sem leiðsögumaður. En svo eignaðist  ég yndislegu börnin mín fjögur svolítið í einum rykk, og það samræmdist ekki fjölskyldulífi, að vera á  ferð og flugi, og ég varð mjög jarðbundin og kenndi í menntaskóla í nokkur ár.

Ferðageirinn hefur samt alltaf togað í mig. Ég átti og rak lítið hótel  í miðbæ Reykjavíkur til 2014, þegar ég ásamt fimm góðum konum stofnaði ferðaskrifstofu og fór af fullum krafti í þann rekstur.  Tímamót urðu fyrir þremur árum, en þá stofnaði ég mína eigin ferðaskrifstofu,  Polaris Journeys.   Þar tökum við á móti betur borgandi ferðamönnum til Íslands.

Segðu aðeins frá Stjörnuferðum og hvað er fram undan? 

„Stjörnuferðir er íslenski hlutinn af ferðaskrifstofunni minni Polaris Journeys, þ.e.fyrir íslenska ferðalanga. Við  bjóðum upp á spennandi sérferðir, bæði sem við skipuleggjum, en einnig lokaðar ferðir samkvæmt óskum fyrirtækja, félagssamtaka og vinahópa. 

Það er margt  spennandi á döfinni hjá Stjörnuferðum - t.d. ferðin til Asíu sem ég minntist á hér  á undan, hreyfiferð  til Dubai  í febrúar og síðsumars er gönguferð umhverfis Mont Blanc. Ferðir til Japan, Suður-Ameríku  og safaríferð til Afríku eru allar á teikniborðinu og við auglýsum þær vonandi fljótlega.“

mbl.is