Kristrún, Þorgerður og Inga funda kl. 15

Alþingiskosningar 2024 | 3. desember 2024

Kristrún, Þorgerður og Inga funda kl. 15

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hefur boðað formenn Viðreisnar og Flokks fólksins, þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, til samtals kl. 15.00 á Alþingi í dag.

Kristrún, Þorgerður og Inga funda kl. 15

Alþingiskosningar 2024 | 3. desember 2024

Kristrún Frostadóttir ræddi við fjölmiðla á Bessastöðum eftir fund hennar …
Kristrún Frostadóttir ræddi við fjölmiðla á Bessastöðum eftir fund hennar með forseta Íslands. mbl.is/Karítas

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hefur boðað formenn Viðreisnar og Flokks fólksins, þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, til samtals kl. 15.00 á Alþingi í dag.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hefur boðað formenn Viðreisnar og Flokks fólksins, þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, til samtals kl. 15.00 á Alþingi í dag.

Formennirnir hittast í fundarherbergi forsætisnefndar Alþingis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni. 

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, veitti Kristrúnu stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð á Bessastöðum í dag. 

Eftir fundinn með Höllu í morgun sagðist Kristrún vera bjartsýn um að flokkarnir þrír geti náð saman. 

„Það er veru­lega mik­ill mál­efna­leg­ur grund­völl­ur og sam­leið fyr­ir mál­efn­un­um í þessu sam­hengi. Auðvitað eru ólík­ar áhersl­ur, þess vegna erum við í sitt­hvor­um flokk­un­um. En ég held að við ætt­um að geta náð sam­an um mörg stór og mik­il­væg mál og það verður að ráðast á næstu dög­um. Ég væri ekki að fara í þessa veg­ferð nema ég tryði því að ég gæti náð ár­angri,” sagði Kristrún.

mbl.is