Lína Birgitta og Gummi kíró fagna fimm ára sambandsafmæli

Instagram | 3. desember 2024

Lína Birgitta og Gummi kíró fagna fimm ára sambandsafmæli

Samfélagsmiðlastjarnan Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, og unnusta hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, fagna fimm ára sambandsafmæli sínu í dag.

Lína Birgitta og Gummi kíró fagna fimm ára sambandsafmæli

Instagram | 3. desember 2024

Kærustuparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason.
Kærustuparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, og unnusta hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, fagna fimm ára sambandsafmæli sínu í dag.

Samfélagsmiðlastjarnan Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, og unnusta hans, Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line Sport, fagna fimm ára sambandsafmæli sínu í dag.

Í tilefni þess birti Guðmundur fallega mynd af parinu á Instagram-reikningi sínum.

„Þú og ég í 5 ár,” skrifaði hann við myndina.

Guðmundur og Lína Birgitta hafa verið fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum síðustu misseri og deilt lífi sínu með þúsundum fylgjenda, en parið fór fyrst að sýna frá hvort öðru á sam­fé­lags­miðlum í fe­brú­ar 2020 þegar þau fóru til Lund­úna sam­an.

Síðan þá hef­ur ást­in sann­ar­lega blómstrað hjá par­inu, en haustið 2022 fór Guðmundur á skelj­arn­ar og bað Línu Birgittu í Tuileries-garðinum í Par­ís.

mbl.is