Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stærstu fréttir nýafstaðinna alþingiskosninga þær að ekki hafi verið eftirspurn eftir vinstristjórn og að Samfylkingin hafi tapað fylgi alla baráttuna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi flokksmönnum í dag og birti jafnframt á Facebook-síðu sinni.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stærstu fréttir nýafstaðinna alþingiskosninga þær að ekki hafi verið eftirspurn eftir vinstristjórn og að Samfylkingin hafi tapað fylgi alla baráttuna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi flokksmönnum í dag og birti jafnframt á Facebook-síðu sinni.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stærstu fréttir nýafstaðinna alþingiskosninga þær að ekki hafi verið eftirspurn eftir vinstristjórn og að Samfylkingin hafi tapað fylgi alla baráttuna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi flokksmönnum í dag og birti jafnframt á Facebook-síðu sinni.
Hann telur niðurstöður kosninganna skýrt ákall um borgaralega hægri stjórn og ítrekar að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í október.
Þá segir hann að Sjálfstæðismenn eigi ekki að sætta sig við fylgi undir tuttugu prósentum og að afla þurfi flokknum meiri stuðnings.
„Þrátt fyrir að staða okkar sé allt önnur og betri en hinna stjórnarflokkanna eigum við ekki að sætta okkur við fylgi rétt undir tuttugu prósentum. Markmiðið nú er skýrt, það er að afla flokknum meiri stuðnings. Þetta verður ekki gert með því að falla frá stefnumálum okkar eða hlaupa undir bagga með þeim sem kynnt hafa plan um tugmilljarða útgjaldaaukningu og hærri skatta,“ segir Bjarni í tölvupóstinum.
„Valkostirnir nú eru þessir: Annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna eru skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu,“ segir hann jafnframt.
Bjarni þakkar öllum þeim sem tóku þátt í kosningabaráttunni. Segir að ánægjulegt hafi verið að sjá kraftinn í unga fólkinu og að framtíðin sé björt fyrir flokkinn.
„Við báðum um breytingar með því að slíta stjórnarsamstarfinu í október, enda sá ég ekki fram á að frekari árangur myndi nást í því mynstri. Það var rétt ákvörðun. Þá höfðum við lagt grunninn og gátum gengið til kosninga með góðri samvisku. Fjárlög voru komin fram og kláruðust, verðbólga er í frjálsu falli, vextir teknir að lækka og munu að óbreyttu lækka hratt á nýju ári. Til þess þarf ekki annað en að framfylgja áfram okkar stefnu með ábyrgri hagstjórn og aðhaldi í ríkisrekstri.“
Hvernig sem úr spilast segist Bjarni stoltur af árangrinum.