Félag atvinnurekenda (FA) telur brýnt að horft verði til hagsmunamála fyrirtækja við smíði stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Félag atvinnurekenda (FA) telur brýnt að horft verði til hagsmunamála fyrirtækja við smíði stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Félag atvinnurekenda (FA) telur brýnt að horft verði til hagsmunamála fyrirtækja við smíði stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Stjórn félagsins hefur sent formönnum allra flokkanna sex, sem fengu menn kjörna á Alþingi í nýafstöðnum kosningum, ályktun þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.
Á meðal tillagna er að sérréttindi ríkisstarfsmanna verði afnumin og þeim fækkað, Samkeppniseftirlit hafi eftirlit með útboðum á vegum opinberra stofnana, undanþágur mjólkur- og kjötvinnslu frá samkeppnislögum verði afnumdar, valdheimildir ríkissáttasemjara verði auknar og bremsa sett á hækkanir fasteignaskatta.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hyggst funda með formönnum Viðreisnar og Flokks fólksins eftir hádegi í dag til að ræða stjórnarmyndun í kjölfar þess að hafa fengið stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands í morgun.