Súpergóð krispí túnfiskskál

Uppskriftir | 3. desember 2024

Súpergóð krispí túnfiskskál

Þessi krispí túnfiskskál á eftir að koma á óvart. Það tekur enga stund að útbúa réttinn og hann er mjög bragðgóður. Það er tilvalið að fá sér þessa í hádeginu eða sem léttan kvöldverð. Í réttinum eru stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, sriracha-dressing, gúrka og avókadó sem er ljúffeng blanda. Heiðurinn að uppskriftinni á Hildur Rut Ingimarsdóttir en hún gerði réttinn fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Súpergóð krispí túnfiskskál

Uppskriftir | 3. desember 2024

Þessi er súpergóð og þeir sem elska túnfisk verða að …
Þessi er súpergóð og þeir sem elska túnfisk verða að prófa. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þessi krispí túnfiskskál á eftir að koma á óvart. Það tekur enga stund að útbúa réttinn og hann er mjög bragðgóður. Það er tilvalið að fá sér þessa í hádeginu eða sem léttan kvöldverð. Í réttinum eru stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, sriracha-dressing, gúrka og avókadó sem er ljúffeng blanda. Heiðurinn að uppskriftinni á Hildur Rut Ingimarsdóttir en hún gerði réttinn fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Þessi krispí túnfiskskál á eftir að koma á óvart. Það tekur enga stund að útbúa réttinn og hann er mjög bragðgóður. Það er tilvalið að fá sér þessa í hádeginu eða sem léttan kvöldverð. Í réttinum eru stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, sriracha-dressing, gúrka og avókadó sem er ljúffeng blanda. Heiðurinn að uppskriftinni á Hildur Rut Ingimarsdóttir en hún gerði réttinn fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Krispí túnfiskskál

  • 3 dl elduð hrísgrjón
  • 2 msk. sojasósa (1-2 msk. eftir smekk)
  • 1 msk. sesamolía
  • 1 msk. Tabasco Sriracha-sósa eða magn eftir smekk
  • 1 stk. túnfiskur í dós (100-180 g)
  • 2 msk. japanskt majónes (2-3 msk. eftir smekk)
  • Pipar eftir smekk
  • Gúrka eftir smekk
  • Kóríander eftir smekk
  • ½ stk. avókadó
  • Everything bagel-krydd, sesamgaldur eða annað sambærilegt krydd

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda saman hrísgrjónum, sojasósu, sesamolíu og Sriracha-sósu.
  2. Dreifið hrísgrjónunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 25-30 mínútur við 190°C hita eða þar til hrísgrjónin eru orðin stökk og gyllt.
  3. Opnið túnfiskdósina og tæmið vökvann.
  4. Blandið túnfisknum saman við japanskt majónes, Tabasco Sriracha-sósu og kryddið með pipar eftir smekk.
  5. Skerið gúrkuna og avókadóið í bita.
  6. Setjið hrísgrjónin í botn á skál, leggið túnfiskblönduna ofan á þau og bætið síðan við gúrku, avókadó, kóríander og kryddið með Everything bagel-kryddi.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is